„Ekki vera heigull, Boris“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2019 08:41 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands, kveðst ekki ætla að tjá sig um meintar heimiliserjur sínar. Vísir/getty Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.Sjá einnig: Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Hunt hefur skorað á Johnson í kappræður sem sýndar verða á bresku sjónvarpsstöðinni Sky News á þriðjudag. Hunt hyggst þar gagnrýna áætlun Johnsons um að ganga frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í haust. Hunt hefur þegar boðað komu sína í kappræðurnar en Johnson ekki. „Ekki vera heigull, Boris. Hertu þig og sýndu þjóðinni að þú getir tekist á við hina gífurlegu gagnrýni sem þetta erfiðasta starf í landinu hefur í för með sér,“ skrifaði Hunt í pistli sem birtist í dagblaðinu The Times.Auðvelt en einnig rangt að ráðast á JohnsonLögreglan í London var kölluð að heimili Johnson snemma morguns á föstudag. Lögregla svaraði þar kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambýliskonu hans rífast. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands en hann hefur haft töluvert forskot á keppinauta sína hingað til, þar á meðal Hunt.Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og keppinautur Johnsons í leiðtogavali Íhaldsflokksins.Vísir/EPAJohnson hefur þvertekið fyrir að tjá sig um málið þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því. Hann neitaði til dæmis að svara spurningum um lögregluútkallið á opnum fundi í Birmingham á laugardag. Inntur eftir viðbrögðum við málinu sagði Hunt í samtali við Sky-fréttastofuna í morgun að allir glími við vandamál í einkalífinu. „Það væri auðvelt að gagnrýna [Johnson] harkalega en það væri einnig rangt að gagnrýna [hann] harkalega,“ sagði Hunt. Þá bætti hann við að almenningur vilji ekki fylgjast með leiðtogaefnum skiptast á svívirðingum en ítrekaði að Johnson sýndi af sér „vanvirðingu“ með því að skorast undan kappræðum. Sky-fréttastofan vísar jafnframt í skoðanakönnun sem gerð var meðal meðlima Íhaldsflokksins eftir að fréttir voru fluttar af meintum heimiliserjum Johnsons. Fylgi hans innan flokksins er þar sagt hafa helmingast og þar með sé Hunt sé kominn í yfirburðarstöðu. Næstu staðfestu kappræður á milli Hunt og Johnson verða á sjónvarpsstöðinni ITV þann 9. júlí næstkomandi. Bretland Brexit England Tengdar fréttir Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag.Sjá einnig: Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Hunt hefur skorað á Johnson í kappræður sem sýndar verða á bresku sjónvarpsstöðinni Sky News á þriðjudag. Hunt hyggst þar gagnrýna áætlun Johnsons um að ganga frá útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í haust. Hunt hefur þegar boðað komu sína í kappræðurnar en Johnson ekki. „Ekki vera heigull, Boris. Hertu þig og sýndu þjóðinni að þú getir tekist á við hina gífurlegu gagnrýni sem þetta erfiðasta starf í landinu hefur í för með sér,“ skrifaði Hunt í pistli sem birtist í dagblaðinu The Times.Auðvelt en einnig rangt að ráðast á JohnsonLögreglan í London var kölluð að heimili Johnson snemma morguns á föstudag. Lögregla svaraði þar kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambýliskonu hans rífast. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi, ekki síst fyrir þær sakir að miklar líkur eru á því að Johnson verði næsti forsætisráðherra Bretlands en hann hefur haft töluvert forskot á keppinauta sína hingað til, þar á meðal Hunt.Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og keppinautur Johnsons í leiðtogavali Íhaldsflokksins.Vísir/EPAJohnson hefur þvertekið fyrir að tjá sig um málið þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því. Hann neitaði til dæmis að svara spurningum um lögregluútkallið á opnum fundi í Birmingham á laugardag. Inntur eftir viðbrögðum við málinu sagði Hunt í samtali við Sky-fréttastofuna í morgun að allir glími við vandamál í einkalífinu. „Það væri auðvelt að gagnrýna [Johnson] harkalega en það væri einnig rangt að gagnrýna [hann] harkalega,“ sagði Hunt. Þá bætti hann við að almenningur vilji ekki fylgjast með leiðtogaefnum skiptast á svívirðingum en ítrekaði að Johnson sýndi af sér „vanvirðingu“ með því að skorast undan kappræðum. Sky-fréttastofan vísar jafnframt í skoðanakönnun sem gerð var meðal meðlima Íhaldsflokksins eftir að fréttir voru fluttar af meintum heimiliserjum Johnsons. Fylgi hans innan flokksins er þar sagt hafa helmingast og þar með sé Hunt sé kominn í yfirburðarstöðu. Næstu staðfestu kappræður á milli Hunt og Johnson verða á sjónvarpsstöðinni ITV þann 9. júlí næstkomandi.
Bretland Brexit England Tengdar fréttir Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01
Baulað á fundarstjóra sem spurði Boris út í atvikið á heimili hans Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins, var ragur við að svara spurningum um meintar erjur á heimili hans, þegar hann sat fyrir svörum á opnum fundi flokksins í Birmingham í dag. 22. júní 2019 23:12