50 milljóna króna sekt stendur Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2019 19:31 Eimskip hefur ráðist í ýmsar hagræðingaraðgerðir á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. Málið sneri að 50 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið lagði á Eimskip sökum brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið höfðaði mál til ógildingar stjórnvaldssektarinnar en því hefur nú verið hafnað á tveimur dómstigum. Sektin stendur því óhögguð. Sektin var lögð á Eimskipafélagið árið 2017 vegna brota gegn 1. mgr, 122.gr laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma.Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl 2018 en var skotið til Landsréttar 14. maí sama árs. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hafi í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hafi orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir en lokaútgáfa uppgjörsins var samþykkt 26. maí. Landsréttur, og héraðsdómur, féllst ekki á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram bægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Því var kröfu félagsins hafnað og Fjármálaeftirlitið, ásamt íslenska ríkinu, sýknað af kröfum Eimskipafélags Íslands.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. Málið sneri að 50 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið lagði á Eimskip sökum brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið höfðaði mál til ógildingar stjórnvaldssektarinnar en því hefur nú verið hafnað á tveimur dómstigum. Sektin stendur því óhögguð. Sektin var lögð á Eimskipafélagið árið 2017 vegna brota gegn 1. mgr, 122.gr laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma.Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl 2018 en var skotið til Landsréttar 14. maí sama árs. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hafi í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hafi orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir en lokaútgáfa uppgjörsins var samþykkt 26. maí. Landsréttur, og héraðsdómur, féllst ekki á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram bægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Því var kröfu félagsins hafnað og Fjármálaeftirlitið, ásamt íslenska ríkinu, sýknað af kröfum Eimskipafélags Íslands.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira