Framdi ítrekuð ofbeldisbrot og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubílakostnað Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 12:59 Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði. Dómsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 34 ára gamlan karlmann til tólf mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárásir, brot gegn nálgunarbanni og fjársvik. Brotin áttu sér stað yfir þrettán mánaða tímabil, frá því í mars á síðasta ári til aprílmánaðar á þessu ári. Fyrsta brotið átti sér stað í lok mars á síðasta ári. Þá réðst maðurinn á föður sinn þegar hann ók bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Kýldi hann föður sinn ítrekað í höfuð og beit í nef hans með þeim afleiðingum að faðir hans hlaut meðal annars opið sár á nefi, vagna og kjlkaliðssvæði.Réðst ítrekað á öryggisverði Í júní sama ár réðst maðurinn á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti sem hugðist vísa honum úr versluninni. Skallaði hann öryggisvörðinn með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og hlaut heilahristing. Tveimur mánuðum seinna, í ágúst árið 2018, réðst maðurinn á öryggisvörð við veitingastað í Smáralind og kýldi hann einu hnefahöggi í andlitið. Afbrot mannsins hófust svo á ný á þessu ári í apríl þegar hann réðst á kvenkyns öryggisvörð sem ætlaði að vísa manninum af svæði sem hún starfaði á. Kýldi hann hana í maga og andlit og reif í hár hennar með þeim afleiðingum að hún féll á steypta stétt. Sömu nótt braut maðurinn tvær rúður í húsnæði lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu með því að kasta steinhellu í þær.Braut gegn nálgunarbanni og greiddi ekki 220 þúsund króna leigubíl Þann 25. apríl á þessu ári braut maðurinn svo gegn nálgunarbanni þegar hann fór inn á stigagang fjölbýlishúss í Reykjavík. Manninum hefði verið bannað að koma í námunda við húsið og á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus umhverfis húsið. Aðeins fjórir dagar höfðu liðið frá því að manninum hafði verið tilkynnt um nálgunarbannið þegar hann braut gegn því. Fimm dögum fyrir brotið gegn nálgunarbanninu hafði maðurinn svikið út þjónustu leigubílstjóra. Hafði hann þegið akstur frá Keflavík til Hafnar í Hornafirði. Þegar á áfangastað var komið sagði maðurinn að þriðji aðili myndi greiða fargjaldið en gjaldið nam 220 þúsund krónum. Hafði hann sjálfur gefið upp rangt nafn og greiddi aldrei fargjaldið. Málið var höfðað með ákæru héraðssaksóknara þann 4. júní á þessu ári fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 28. apríl hótað starfsmanni í afgreiðslu bráðamóttöku Landspítalans lífláti. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru ítrekuð alvarleg ofbeldisbrot. Hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og samþykkti bótakröfu. Var refsing mannsins því ákveðin fangelsi í tólf mánuði sem ekki þótti unnt að binda skilorði.
Dómsmál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira