Ólympíusundkappi bjargaði manni frá drukknun 8. júlí 2019 23:26 Filippo Magnini hefur unnið bronzverðlaun á Ólympíuleikunum og tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramóti í sundi. Getty/ Pier Marco Tacca Ítalski Ólympíusundkappinn Filippo Magnini bjargaði lífi manns sem var að drukkna við strendur eyjunnar Sardiníu í gær. BBC greinir frá þessu. Maðurinn sem kappinn bjargaði heitir Andrea Benedetto og hafði hann gifst unnusta sínum á eyjunni tveimur dögum áður. Nýgifta parið var að sóla sig á vindsæng í hafinu utan við Cala Sinzias ströndina austur af borginni Cagliari á Sardiníu þegar kröftug vindkviða feykti vindsænginni í loftið með þeim afleiðingum að Benedetto steyptist á kaf í vatnið sem reyndist kaldara en hann bjóst við og gat hann hvorki hreyft legg né lið. Vinir hans hrópuðu á hjálp, þá skarst Magnini í leikinn og hélt höfði Bendetto á yfirborðinu þangað til frekari aðstoð barst. Sundkappinn reyndist sneggri en strandverðirnir sem komu stuttu síðar á bát og ferjuðu Bendetto í land. Magnini var á ströndinni með kærustunni, Giorgiu Palmas, sem er þekkt sjónvarpsstjarna og fyrirsæta á Ítalíu. Hann sagði í samtali við Ítalska íþróttafréttamiðilinn, Corriere dello Sport, að maðurinn hafi verið mjög hræddur og að hann hafi gleypt nokkurn sjó. Benedetto var færður á spítala og hafði hann ekki hugmynd um að heimsfrægur sundkappi hafði bjargað lífi hans fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Ítalía Sund Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Ítalski Ólympíusundkappinn Filippo Magnini bjargaði lífi manns sem var að drukkna við strendur eyjunnar Sardiníu í gær. BBC greinir frá þessu. Maðurinn sem kappinn bjargaði heitir Andrea Benedetto og hafði hann gifst unnusta sínum á eyjunni tveimur dögum áður. Nýgifta parið var að sóla sig á vindsæng í hafinu utan við Cala Sinzias ströndina austur af borginni Cagliari á Sardiníu þegar kröftug vindkviða feykti vindsænginni í loftið með þeim afleiðingum að Benedetto steyptist á kaf í vatnið sem reyndist kaldara en hann bjóst við og gat hann hvorki hreyft legg né lið. Vinir hans hrópuðu á hjálp, þá skarst Magnini í leikinn og hélt höfði Bendetto á yfirborðinu þangað til frekari aðstoð barst. Sundkappinn reyndist sneggri en strandverðirnir sem komu stuttu síðar á bát og ferjuðu Bendetto í land. Magnini var á ströndinni með kærustunni, Giorgiu Palmas, sem er þekkt sjónvarpsstjarna og fyrirsæta á Ítalíu. Hann sagði í samtali við Ítalska íþróttafréttamiðilinn, Corriere dello Sport, að maðurinn hafi verið mjög hræddur og að hann hafi gleypt nokkurn sjó. Benedetto var færður á spítala og hafði hann ekki hugmynd um að heimsfrægur sundkappi hafði bjargað lífi hans fyrr en nokkrum klukkustundum síðar.
Ítalía Sund Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira