Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 08:14 Frá mótmælum gegn morðum lögreglunnar í fíkniefnastríðinu. Yfirvöld á Filippseyjum rannsaka sjaldnast morð lögreglumannna á meintum glæpamönnum. Vísir/EPA Ólöglegar aftökur og misbeiting lögreglu á valdi sínu er orðin hættulega viðtekin venja á Filippseyjum á mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu segja þau að yfirvöld neiti að rannsaka aftökur án dóms og laga. Hvetja þau Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka morðin. Í tíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, hafa þúsundir manna verið drepnir í yfirlýstu stríði forsetans gegn fíkniefnahringjum. Reuters-fréttastofan segir að meira en sex þúsund manns hafi verið drepnir í lögregluaðgerðum þar sem lögreglumenn hafa fullyrt að þeir hafi mætt vopnaðri mótstöðu. Amnesty fullyrðir að yfirvöld þvæli mál og veiti falskar upplýsingar til að gera það ómögulegt að hafa eftirlit með umfangi morðanna. Flestir þeirra sem séu myrtir af lögreglu komi úr fátækum og jaðarsettum þjóðfélagshópum og aðstandendur þeirra eigi því erfitt með að kæra lögregluna. Tillaga fulltrúa Íslands um að rannsaka fíkniefnastríð Duterte liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og á að greiða atkvæði um hana í vikunni. Filippseysku mannréttindasamtökin Karapatan lýsa stuðningi við tillöguna sem felur meðal annars í sér að mannréttindaráðið grípi til aðgerða til að ýta undir og verja mannréttinda á Filippseyjum. Þar er einnig lýst áhyggjum af aftökum án dóms og laga. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Ólöglegar aftökur og misbeiting lögreglu á valdi sínu er orðin hættulega viðtekin venja á Filippseyjum á mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu segja þau að yfirvöld neiti að rannsaka aftökur án dóms og laga. Hvetja þau Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka morðin. Í tíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, hafa þúsundir manna verið drepnir í yfirlýstu stríði forsetans gegn fíkniefnahringjum. Reuters-fréttastofan segir að meira en sex þúsund manns hafi verið drepnir í lögregluaðgerðum þar sem lögreglumenn hafa fullyrt að þeir hafi mætt vopnaðri mótstöðu. Amnesty fullyrðir að yfirvöld þvæli mál og veiti falskar upplýsingar til að gera það ómögulegt að hafa eftirlit með umfangi morðanna. Flestir þeirra sem séu myrtir af lögreglu komi úr fátækum og jaðarsettum þjóðfélagshópum og aðstandendur þeirra eigi því erfitt með að kæra lögregluna. Tillaga fulltrúa Íslands um að rannsaka fíkniefnastríð Duterte liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og á að greiða atkvæði um hana í vikunni. Filippseysku mannréttindasamtökin Karapatan lýsa stuðningi við tillöguna sem felur meðal annars í sér að mannréttindaráðið grípi til aðgerða til að ýta undir og verja mannréttinda á Filippseyjum. Þar er einnig lýst áhyggjum af aftökum án dóms og laga.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06
Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58
Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15