Segja ákæru á hendur konu sem missti fóstur í skotárás brenglaða Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 10:14 Marshae Jones var ófrísk þegar hún var skotin í magann í desember. Ákærudómstóll taldi hana hafa efnt til rifrildis og gaf út ákæru vegna manndráps. Vísir/EPA Lögmenn konu á þrítugsaldri sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann færðu rök fyrir því fyrir dómi í Alabama í Bandaríkjunum í gær að ákæra á hendur henni vegna manndráps væri „gölluð og brengluð“. Þeir telja að ákæran byggi ekki á lögum. Ákærudómstóll gaf út ákæru á hendur Marshae Jones, 28 ára gamallar konu í síðustu viku. Hún var talin hafa borið ábyrgð á því að hafa misst fóstur með því að hafa valdið rifrildi sem endaði með því að önnur kona skaut hana í magann. Mál gegn konunni sem skaut Jones í magann var fellt niður þar sem dómstóllinn taldi hana hafa hleypt af í sjálfsvörn. Jones var handtekin á miðvikudag en sleppt gegn tryggingu á fimmtudag. Hún er ekki á sakaskrá og á fyrir sex ára gamalt barn. Lögmenn hennar vefengdu málatilbúnað ákæruvaldsins þegar mál hennar var tekið fyrir í gær. Jones hefði þurft að vita að hún yrði skotin í magann þegar hún hóf rifrildið til þess að kenning ákæruvaldsins um að hún hafi vísvitandi ætlað að binda enda á meðgöngu sína gengi upp, að því er segir í frétt Reuters. Benda verjendur Jones á að lög í Alabama kveði á um að ekki megi ákæra konur vegna „ófædds barns“ hennar. Alabamaríki samþykkti stjórnarskrárbreytingu í fyrra sem gaf fóstrum fullan lagalegan rétt og vernd á við manneskju. Í vor samþykktu ríkisþingmenn þar svo ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum á grunni stjórnarskrárákvæðisins. Saksóknarar hafa enn ekki ákveðið hvort Jones verður sótt til saka fyrir manndráp, vægari glæp eða hvort málið gegn henni verði fellt niður. Bandaríkin Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Lögmenn konu á þrítugsaldri sem missti fóstur þegar hún var skotin í magann færðu rök fyrir því fyrir dómi í Alabama í Bandaríkjunum í gær að ákæra á hendur henni vegna manndráps væri „gölluð og brengluð“. Þeir telja að ákæran byggi ekki á lögum. Ákærudómstóll gaf út ákæru á hendur Marshae Jones, 28 ára gamallar konu í síðustu viku. Hún var talin hafa borið ábyrgð á því að hafa misst fóstur með því að hafa valdið rifrildi sem endaði með því að önnur kona skaut hana í magann. Mál gegn konunni sem skaut Jones í magann var fellt niður þar sem dómstóllinn taldi hana hafa hleypt af í sjálfsvörn. Jones var handtekin á miðvikudag en sleppt gegn tryggingu á fimmtudag. Hún er ekki á sakaskrá og á fyrir sex ára gamalt barn. Lögmenn hennar vefengdu málatilbúnað ákæruvaldsins þegar mál hennar var tekið fyrir í gær. Jones hefði þurft að vita að hún yrði skotin í magann þegar hún hóf rifrildið til þess að kenning ákæruvaldsins um að hún hafi vísvitandi ætlað að binda enda á meðgöngu sína gengi upp, að því er segir í frétt Reuters. Benda verjendur Jones á að lög í Alabama kveði á um að ekki megi ákæra konur vegna „ófædds barns“ hennar. Alabamaríki samþykkti stjórnarskrárbreytingu í fyrra sem gaf fóstrum fullan lagalegan rétt og vernd á við manneskju. Í vor samþykktu ríkisþingmenn þar svo ströngustu þungunarrofslög í Bandaríkjunum á grunni stjórnarskrárákvæðisins. Saksóknarar hafa enn ekki ákveðið hvort Jones verður sótt til saka fyrir manndráp, vægari glæp eða hvort málið gegn henni verði fellt niður.
Bandaríkin Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Skotin í magann og ákærð fyrir manndráp á fóstrinu sem hún missti Konan sem hleypti af skotinu var ekki ákærð. Lögreglan taldi að sú sem varð fyrir skotinu hafi átt frumkvæðið að því og að fóstrið hennar hafi verið eina fórnarlambið í málinu. 27. júní 2019 14:23