Stórhættulegur snákur skríður laus um götur Cambridge Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 23:06 Þetta er ekki snákurinn sem um ræðir. Þeir eru þó afar svipaðir, enda af sömu tegund. Anadolu Agency/Getty Kyrkislanga af tegundinni malayopython reticulatus gengur, eða öllu heldur skríður, nú laus um stræti Cambridge í Bretlandi. Lögreglan í Cambridge leitar nú snáksins sem hvarf í gær. Leitinni hefur orðið lítið ágengt en þó hefur tekist að hafa uppi á eiganda snáksins sem hefur staðfest hvarf hans.Malayopython reticulatus er lengsta snákategund heims en hún getur náð allt að sex og hálfs metra lengd að meðaltali. Þær eiga rætur að rekja til suðaustur Asíu, til að mynda Malasíu og Taílands. Snákurinn sem um ræðir er í kring um 2,7 metra, heldur styttri en sá lengsti sem fundist hefur, en sá var 9,6 metrar. Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa séð slönguna að hafa strax samband við neyðarlínuna. Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær geta vafið sér utan um bráð sína og kyrkt til bana áður en þær gleypa hana í heilu lagi. Snákum eins og þeim sem hér á í hlut líður best í skógarumhverfi nálægt ám og stöðuvötnum. Þær eiga auðvelt með sund og því ekki ólíklegt að snákurinn leiti á svæði þar sem aðstæður til þess er að finna.Malayopython reticulatus er meðal fárra snákategunda sem geta valdið mönnum skaða. Þekkt tilfelli þar sem slíkir snákar hafa banað mannfólki eru nokkur en snákarnir geta gleypt meðalmanneskju í heilu lagi.#cambscops In the early hours of this morning Officers attended the area of Lovell Rd Cambridge, Reports of a three meter snake seen in the area. Police have located the owner but not the Reticulated Python confirmed to be 9ft long. Any sighting please notify Cambs Police on 101. — Cambs police (@CambsCops) June 30, 2019 Bretland Dýr England Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Kyrkislanga af tegundinni malayopython reticulatus gengur, eða öllu heldur skríður, nú laus um stræti Cambridge í Bretlandi. Lögreglan í Cambridge leitar nú snáksins sem hvarf í gær. Leitinni hefur orðið lítið ágengt en þó hefur tekist að hafa uppi á eiganda snáksins sem hefur staðfest hvarf hans.Malayopython reticulatus er lengsta snákategund heims en hún getur náð allt að sex og hálfs metra lengd að meðaltali. Þær eiga rætur að rekja til suðaustur Asíu, til að mynda Malasíu og Taílands. Snákurinn sem um ræðir er í kring um 2,7 metra, heldur styttri en sá lengsti sem fundist hefur, en sá var 9,6 metrar. Lögreglan biðlar til þeirra sem kunna að hafa séð slönguna að hafa strax samband við neyðarlínuna. Kyrkislöngur eru ekki eitraðar en þær geta vafið sér utan um bráð sína og kyrkt til bana áður en þær gleypa hana í heilu lagi. Snákum eins og þeim sem hér á í hlut líður best í skógarumhverfi nálægt ám og stöðuvötnum. Þær eiga auðvelt með sund og því ekki ólíklegt að snákurinn leiti á svæði þar sem aðstæður til þess er að finna.Malayopython reticulatus er meðal fárra snákategunda sem geta valdið mönnum skaða. Þekkt tilfelli þar sem slíkir snákar hafa banað mannfólki eru nokkur en snákarnir geta gleypt meðalmanneskju í heilu lagi.#cambscops In the early hours of this morning Officers attended the area of Lovell Rd Cambridge, Reports of a three meter snake seen in the area. Police have located the owner but not the Reticulated Python confirmed to be 9ft long. Any sighting please notify Cambs Police on 101. — Cambs police (@CambsCops) June 30, 2019
Bretland Dýr England Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira