Róhingjar snúa ekki heim fái þeir ekki viðurkenningu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. júlí 2019 06:00 Mikill fjöldi Róhingja hefst við í flóttamannabúðunum í Cox Bazar, en talið er að um 730.000 manns búi í búðunum. Þrátt fyrir ofbeldi og glæpi reynir fólkið að lifa eðlilegu lífi líkt og að fara á markaðinn. Nordicphotos/Getty Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Embættismenn frá Mjanmar heimsóttu um helgina flóttamannabúðir í borginni Cox Bazar í Bangladess þar sem um 730.000 Róhingjar hafa verið á flótta frá árinu 2017. Tilgangur heimsóknarinnar var að hefja flutning flóttamannanna aftur til Mjanmar. Þetta er í annað sinn sem mjanmarskir embættismenn heimsækja flóttamannabúðirnar en í október síðastliðnum höfnuðu leiðtogar Róhingja tilboði sendinefndar Mjanmar um að snúa aftur til landsins. Róhingjar flúðu ofsóknir og ofbeldi í heimalandinu Mjanmar árið 2017 og hefur hátt í milljón Róhingja gist flóttamannabúðirnar í Cox Bazar síðan. Búðirnar eru með þeim stærstu í heiminum og erfitt er að sjá fyrir þörfum þess fjölda sem þar dvelur ásamt því að ofbeldi og glæpir eiga sér þar stað daglega. Ríkjandi hugmyndafræði í Mjanmar er sú að þar skuli einungis iðkuð búddatrú en meiri hluti Róhingja eru múslimar. Aðgerðir hersins gagnvart þeim voru ofbeldisfullar og hafa æðstu ráðamenn landsins verið sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Róhingjar voru ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og fengu ekki ríkisborgararétt. Sendinefnd Mjanmar, með utanríkisráðherrann Myinth Thu í fararbroddi, ræddi á laugardag og sunnudag við þrjátíu og fimm leiðtoga Róhingja í flóttamannabúðunum um aðgerðir til að Róhingjar gætu snúið aftur til Mjanmar. Niðurstöður viðræðnanna voru þær að Róhingjar hyggjast ekki snúa aftur til Mjanmar verði þeir ekki viðurkenndir sem þjóðernishópur í landinu og hljóti þar ríkisborgararétt. Dil Mohammed, einn þeirra sem þátt tóku í viðræðunum fyrir hönd Róhingja, sagði í samtali við Reuters að enginn myndi snúa til baka nema kröfum um réttlæti og alþjóðlega vernd væri sinnt. „Við sögðum þeim að við myndum ekki snúa aftur nema við yrðum viðurkennd sem Róhingjar í Mjanmar,“ sagði Mohammed. „Við viljum ríkisborgararétt, við viljum öll réttindi okkar. Við treystum þeim ekki. Við munum ekki snúa aftur nema alþjóðleg vernd sé til staðar,“ sagði hann og bætti við að Róhingjar vilji snúa aftur til síns lands en ekki enda í búðum hinum megin við landamærin. Róhingjar eru ekki þeir einu sem eru áhyggjufullir yfir því sem bíður þeirra í Mjanmar snúi þeir til baka en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar hjálparstofnanir óttast einnig um öryggi þeirra. „Við erum tilbúin að hefja brottflutning héðan hvenær sem er. Það er undir Mjanmar komið að búa til stuðningsumhverfi sem gerir Róhingjum kleift að snúa aftur til heimalandsins,“ sagði Abul Kalam sem fer fyrir flóttamannahjálp í Bangladess.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira