Kam McLeod og Bryer Scmegelsky sáust síðast nálægt einangraða bænum, Gillam, í norðurhluta Manitoba.
Meira en þrjá tugi lögreglumanna voru sendir í bæinn en talið var að tvímenningarnir væru í felum í skóginum sem umlykur bæinn.
Lögregla telur nú að þeim hafi verið hjálpað að flýja af svæðinu af almennum borgara sem vissi ekki hverjir þeir væru.
There continues to be a heavy police presence in the Gillam area, as our officers conduct detailed & thorough searches of potential areas of interests. #rcmpmb pic.twitter.com/R6ZHjxCiDl
— RCMP Manitoba (@rcmpmb) July 26, 2019
Kanadíski herinn hefur heitið því að aðstoða við leitina með því að veita aðstoð úr lofti.
Lögreglan hefur sent dróna, tugi lögreglumanna og neyðarsamningagerðar teymi til að hjálpa til við að ná góðum málalokum.
„Við viljum ekki að neinn annar meiðist hér, það á líka við um Kam eða Bryer. Við viljum að þeir fái tækifæri til að takast á við sanngjarnt dómsferli,“ sagði Janelle Shoihet, talsmaður lögreglunnar á fimmtudag.
Kam og Bryer eru taldir hafa orðið ferðamönnunum Lucas Fowler og Chynnu Deese að bana og eru grunaðir um að hafa orðið þriðja aðila að bana sem hefur verið nafngreindur sem Leonard Dyck.
Rúm vika er liðin síðan síðast heyrðist til Kam og Bryer. Húsbíll þeirra fannst brunninn til kaldra kola föstudaginn 19. júlí og lík Leonard Dyck rétt hjá, sem einnig var brunnið til kaldra kola.