Bachelet segir að það sé ólíklegt að skotmörkin hafi verið tilviljanakennd eða slys. Hún segir að þrátt fyrir að meira en hundrað manns hafi týnt ífi í þessum loftárásum hafi málið ekki vakið nein teljandi alþjóðleg viðbrögð.
Hún gagnrýnir að leiðtogar öflugustu þjóðríkja á jörðinni hafi ekkert aðhafst vegna málsins og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé lamað og óstarfhæft. Bachelet segir að þeir sem beri ábyrgð á þessum loftárásum verði mögulega sóttir til saka fyrir stríðsglæpi í fyllingu tímans.
Idlib er í norðvesturhluta Sýrlands, 59 kílómetra suðvestur af borginni Aleppó sem er nær gjöreyðilögð eftir borgarastríð sem hófst í mars 2011.