Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2019 16:32 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Embættið hefur ákært Sjólaskipasystkinin fjögur í tengslum við rannsókn á meintum skattalagabrotum. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Haraldi sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Greint var frá því í síðustu viku að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkininum, Guðmundi Steinari Jónssyno, Ragnheiði Jónu Jónsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, auk áðurnefnds Haralds, í tengslum við meint skattalagabrot. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákæra Haraldar er sú eina sem hefur verið birt í málinu. Ákæran lýtur aðallega að greiðslum frá félaginu Kenora Shipping Company, sem Haraldur er sagður endanlegur eigandi að í ákæru. Eru vanframtaldar tekjur sagðar nema alls rúmum 245 milljónum króna og þannig um að ræða samtals 70 milljóna króna vangreiðslu. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Haraldur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna í fjölmiðlum undanfarin ár. Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Haraldi sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Greint var frá því í síðustu viku að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkininum, Guðmundi Steinari Jónssyno, Ragnheiði Jónu Jónsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, auk áðurnefnds Haralds, í tengslum við meint skattalagabrot. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákæra Haraldar er sú eina sem hefur verið birt í málinu. Ákæran lýtur aðallega að greiðslum frá félaginu Kenora Shipping Company, sem Haraldur er sagður endanlegur eigandi að í ákæru. Eru vanframtaldar tekjur sagðar nema alls rúmum 245 milljónum króna og þannig um að ræða samtals 70 milljóna króna vangreiðslu. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Haraldur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna í fjölmiðlum undanfarin ár. Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41