Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 10:12 Kjósendur greiða atkvæði í þingkosningum í nóvember. Rússar eru enn taldir reyna að skipta sér af bandarískum kosningum eins og þeir gerðu árið 2016. Vísir/EPA Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34
Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49