Óttast að sonur sinn sækist eftir skelfilegum örlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2019 12:45 Alan Schmegelsky (t.v.) telur ólíklegt að hann sjái son sinn aftur á lífi. Bryer Schmegelsky (t.h.) og Kam McLeod og eru grunaðir um að hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. Unglingarnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á þriðja einstaklingnum, karlmanni sem nýbúið er að bera kennsl á. Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, 18 og 19 ára, eru taldir hafa myrt Lucas Fowler og Chynna Deese, par á þrítugsaldri sem var á ferðalagi um Kanada, í British Columbia í síðustu viku. Þeir hafa þó enn ekki verið ákærðir í tengslum við málið. Leit hefur staðið yfir að ungu mönnunum síðustu daga en það var ekki fyrr en í fyrradag sem lögregla tilkynnti að þeir væru grunaðir um aðild að morðunum.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla hefur nú borið kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola. Schmegelsky og McLeod hafa nú verið ákærðir fyrir morðið á Dyck.Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt.Vísir/EPAÍ fyrstu var talið að málin tengdust ekki en síðar gaf lögregla það út að tenging kynni að vera á milli þeirra. Alan Schmegelsky, faðir Bryers Schmegelsky, ræddi mál sonar síns við fjölmiðla í Kanada í gær. Þar sagði hann Bryer glíma við „afar alvarlegan sársauka“. Þá óttaðist hann að leit lögreglu að drengjunum myndi lykta með „kúlnahríð“, og þar með dauða sonarins. „Hann vill að sársaukanum linni,“ sagði Alan grátklökkur. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan.Keith McLeod, faðir Kam McLeod, hefur einnig tjáð sig vegna málsins. Hann sagði í yfirlýsingu að Kam væri „hugulsamur og ástríkur ungur maður“.Nasistafáni og hnífur Schmegelsky og McLeod eru æskuvinir og ólust upp í bænum Port Alberni á Vancouver-eyju. Þeir hófu ferðalag sitt þann 12. júlí og hugðust aka til Yukon í leit að vinnu. Í gær birti kanadíska dagblaðið The Globe and Mail myndir af Schmegelsky, þar sem hann sést með gasgrímu fyrir andlitinu og aðra þar sem hann heldur á riffli, íklæddur hergalla. Þriðja myndin sýnir hníf og fána merkta tákni Nasista en báðir munir eru sagðir í eigu Schmegelsky.New: Photos believed to be sent by Bryer Schmegelsky, one of the two homicide suspects, to another user on a video game network https://t.co/pguPDVereZ pic.twitter.com/vvCa9ygjnJ— Andrea Woo | 鄔瑞楓 (@AndreaWoo) July 24, 2019 Lögregla leitar ungu mannanna enn. Þeir hafa verið sagðir hættulegir og er fólki ráðið frá því að nálgast þá heldur hringja beint í lögreglu, sjáist til þeirra. Kanada Tengdar fréttir Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Faðir annars unglingsins sem grunaður er um morðin á tveimur ferðamönnum í Kanada segist óttast að flótti drengjanna undan lögreglu hljóti hörmulegan enda. Unglingarnir hafa verið ákærðir fyrir morðið á þriðja einstaklingnum, karlmanni sem nýbúið er að bera kennsl á. Bryer Schmegelsky og Kam McLeod, 18 og 19 ára, eru taldir hafa myrt Lucas Fowler og Chynna Deese, par á þrítugsaldri sem var á ferðalagi um Kanada, í British Columbia í síðustu viku. Þeir hafa þó enn ekki verið ákærðir í tengslum við málið. Leit hefur staðið yfir að ungu mönnunum síðustu daga en það var ekki fyrr en í fyrradag sem lögregla tilkynnti að þeir væru grunaðir um aðild að morðunum.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Fjórum dögum eftir að lík Fowler og Deese fundust við afskekktan þjóðveg fannst lík eldri karlmanns við sama veg. Lögregla hefur nú borið kennsl á líkið en maðurinn hét Leonard Dyck og var frá kanadísku borginni Vancouver. Bíll Schmegelsky og McLeod fannst skammt frá líkfundarstaðnum. Kveikt hafði verið í bílnum og hann brunnið til kaldra kola. Schmegelsky og McLeod hafa nú verið ákærðir fyrir morðið á Dyck.Chynna Deese og Lucas Fowler. Þau voru 24 og 23 ára þegar þau voru myrt.Vísir/EPAÍ fyrstu var talið að málin tengdust ekki en síðar gaf lögregla það út að tenging kynni að vera á milli þeirra. Alan Schmegelsky, faðir Bryers Schmegelsky, ræddi mál sonar síns við fjölmiðla í Kanada í gær. Þar sagði hann Bryer glíma við „afar alvarlegan sársauka“. Þá óttaðist hann að leit lögreglu að drengjunum myndi lykta með „kúlnahríð“, og þar með dauða sonarins. „Hann vill að sársaukanum linni,“ sagði Alan grátklökkur. Viðtal við hann má sjá í spilaranum hér að neðan.Keith McLeod, faðir Kam McLeod, hefur einnig tjáð sig vegna málsins. Hann sagði í yfirlýsingu að Kam væri „hugulsamur og ástríkur ungur maður“.Nasistafáni og hnífur Schmegelsky og McLeod eru æskuvinir og ólust upp í bænum Port Alberni á Vancouver-eyju. Þeir hófu ferðalag sitt þann 12. júlí og hugðust aka til Yukon í leit að vinnu. Í gær birti kanadíska dagblaðið The Globe and Mail myndir af Schmegelsky, þar sem hann sést með gasgrímu fyrir andlitinu og aðra þar sem hann heldur á riffli, íklæddur hergalla. Þriðja myndin sýnir hníf og fána merkta tákni Nasista en báðir munir eru sagðir í eigu Schmegelsky.New: Photos believed to be sent by Bryer Schmegelsky, one of the two homicide suspects, to another user on a video game network https://t.co/pguPDVereZ pic.twitter.com/vvCa9ygjnJ— Andrea Woo | 鄔瑞楓 (@AndreaWoo) July 24, 2019 Lögregla leitar ungu mannanna enn. Þeir hafa verið sagðir hættulegir og er fólki ráðið frá því að nálgast þá heldur hringja beint í lögreglu, sjáist til þeirra.
Kanada Tengdar fréttir Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07 Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðanna Lögregla í Kanada rannsakar nú þrjú grunsamleg dauðsföll og tvö mannshvörf í British Columbia en síðast sást til allra hlutaðeigandi við afskekktan þjóðveg. 23. júlí 2019 12:07
Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. 23. júlí 2019 21:08
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent