Fjölskylda sem missti barn fyrir borð hyggst lögsækja rekstraraðila skipsins Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 21:05 Skemmtiferðaskipið sem um ræðir er það stærsta í heimi. Vísir/AP Bandarísk fjölskylda sem missti dóttur sína þegar hún féll fyrir borð á skemmtiferðaskipi í byrjun júlí, hyggst lögsækja rekstraraðila þess vegna slyssins. Þetta kom fram í viðtali fjölskyldunnar við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Chloe Wiegand, sem var átján mánaða gömul þegar slysið átti sér stað, féll út um opinn glugga á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas og lét lífið í kjölfarið. Skipið sem er gert út af fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises, var við höfn í Púertó Ríkó þegar slysið átti sér stað. Fjölskyldan sem er frá Indiana í Bandaríkjunum, segist ætla að lögsækja fyrirtækið á þeim grundvelli að öryggi um borð hafi verið ófullnægjandi. Michael Winkleman, lögmaður fjölskyldunnar, hefur véfengt lögregluskýrsluna sem lögreglan í Puerto Rico vann í kjölfar slyssins en þar kemur fram að afi stelpunnar hafi misst hana út um gluggann á skipinu á meðan það var við höfn. Lögmaðurinn heldur þess í stað fram að Chloe hafi verið á leiksvæði ætlað börnum þegar hún hafi beðið afa sinn um að lyfta sér upp á handrið svo hún gæti bankað á einn gluggann. Stóð hún þar að hans sögn þegar hún datt skyndilega út um gluggann sem reyndist vera opinn. Móðir barnsins sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina að rekstraraðili skemmtiferðaskipsins hefði getað gert „milljón hluti“ til þess að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og að óskiljanlegt væri hvers vegna glugginn hafi verið opinn án þess að hafa skerm til að koma í veg fyrir slíkt óhapp. Að þeirra sögn tjáði fyrirtækið Royal Caribbean Cruises þeim að glugginn hafi verið opinn í þeim tilgangi að loftræsta rýmið. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Bandarísk fjölskylda sem missti dóttur sína þegar hún féll fyrir borð á skemmtiferðaskipi í byrjun júlí, hyggst lögsækja rekstraraðila þess vegna slyssins. Þetta kom fram í viðtali fjölskyldunnar við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Chloe Wiegand, sem var átján mánaða gömul þegar slysið átti sér stað, féll út um opinn glugga á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas og lét lífið í kjölfarið. Skipið sem er gert út af fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises, var við höfn í Púertó Ríkó þegar slysið átti sér stað. Fjölskyldan sem er frá Indiana í Bandaríkjunum, segist ætla að lögsækja fyrirtækið á þeim grundvelli að öryggi um borð hafi verið ófullnægjandi. Michael Winkleman, lögmaður fjölskyldunnar, hefur véfengt lögregluskýrsluna sem lögreglan í Puerto Rico vann í kjölfar slyssins en þar kemur fram að afi stelpunnar hafi misst hana út um gluggann á skipinu á meðan það var við höfn. Lögmaðurinn heldur þess í stað fram að Chloe hafi verið á leiksvæði ætlað börnum þegar hún hafi beðið afa sinn um að lyfta sér upp á handrið svo hún gæti bankað á einn gluggann. Stóð hún þar að hans sögn þegar hún datt skyndilega út um gluggann sem reyndist vera opinn. Móðir barnsins sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina að rekstraraðili skemmtiferðaskipsins hefði getað gert „milljón hluti“ til þess að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og að óskiljanlegt væri hvers vegna glugginn hafi verið opinn án þess að hafa skerm til að koma í veg fyrir slíkt óhapp. Að þeirra sögn tjáði fyrirtækið Royal Caribbean Cruises þeim að glugginn hafi verið opinn í þeim tilgangi að loftræsta rýmið.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12
Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31
Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15