Afgönsk stjórnvöld vilja að Trump skýri ummæli um gereyðingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 09:01 Á fundi með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, fullyrti Trump að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að láta stórum sprengjum rigna yfir landið. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kabúl hafa krafið Donald Trump Bandaríkjaforseta um skýringar á ummælum hans um að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að „má Afganistan af yfirborði jarðar“ í gær. Indverjar hafa einnig borið til baka fullyrðingu Trump um að Modi forsætisráðherra hafi beðið hann um að miðla málum í Kasmír. Bæði ummælin lét Trump falla eftir fund með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, í Hvíta húsinu í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í gang viðræðna við talibana og stríðið í Afganistan. „Ef við vildum há stríð í Afganistan og sigra gæti ég unnið stríðið á viku. Ég vil bara ekki drepa tíu milljónir manna,“ sagði bandaríski forsetinn sem útskýrði síðar að hann hefði áætlanir um að láta gríðarstórum sprengjum rigna yfir Afganistan sem myndu gereyða landinu. „Ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump.Sitting with Pakistan's prime minister, Donald Trump said he's committed to working with regional partners to “extricate” U.S. troops from Afghanistan and bring an end to the near two-decades old military conflict https://t.co/Jbb79261nm pic.twitter.com/tXDFjEB2Pq— POLITICO (@politico) July 22, 2019 Þær fullyrðingar Bandaríkjaforseta hugnuðust ekki stjórnvöldum í Afganistan. Í yfirlýsingu frá forsetahöll landsins sagði að afganska þjóðin myndi aldrei leyfa erlendu veldi að ákveða örlög þess, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fundinum í Hvíta húsinu lagði Khan til að Trump miðlaði málum í Kasmírhéraði þar sem Indverjar og Pakistanir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Trump tók vel í þá hugmynd og fullyrti að Narendra Modi, forsætisráðherra, hefði beðið sig um að gera það. Talsmaður utanríkisráðuneytisins Indlands hafnaði þeirri fullyrðingu snarlega á Twitter. Modi hefði ekki sett fram neina slíka beiðni til Trump, að sögn Washington Post. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Indland Pakistan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Stjórnvöld í Kabúl hafa krafið Donald Trump Bandaríkjaforseta um skýringar á ummælum hans um að hann gæti unnið stríðið í Afganistan á tíu dögum með því að „má Afganistan af yfirborði jarðar“ í gær. Indverjar hafa einnig borið til baka fullyrðingu Trump um að Modi forsætisráðherra hafi beðið hann um að miðla málum í Kasmír. Bæði ummælin lét Trump falla eftir fund með Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, í Hvíta húsinu í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í gang viðræðna við talibana og stríðið í Afganistan. „Ef við vildum há stríð í Afganistan og sigra gæti ég unnið stríðið á viku. Ég vil bara ekki drepa tíu milljónir manna,“ sagði bandaríski forsetinn sem útskýrði síðar að hann hefði áætlanir um að láta gríðarstórum sprengjum rigna yfir Afganistan sem myndu gereyða landinu. „Ég vil ekki fara þá leið,“ sagði Trump.Sitting with Pakistan's prime minister, Donald Trump said he's committed to working with regional partners to “extricate” U.S. troops from Afghanistan and bring an end to the near two-decades old military conflict https://t.co/Jbb79261nm pic.twitter.com/tXDFjEB2Pq— POLITICO (@politico) July 22, 2019 Þær fullyrðingar Bandaríkjaforseta hugnuðust ekki stjórnvöldum í Afganistan. Í yfirlýsingu frá forsetahöll landsins sagði að afganska þjóðin myndi aldrei leyfa erlendu veldi að ákveða örlög þess, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á fundinum í Hvíta húsinu lagði Khan til að Trump miðlaði málum í Kasmírhéraði þar sem Indverjar og Pakistanir hafa lengi eldað grátt silfur saman. Trump tók vel í þá hugmynd og fullyrti að Narendra Modi, forsætisráðherra, hefði beðið sig um að gera það. Talsmaður utanríkisráðuneytisins Indlands hafnaði þeirri fullyrðingu snarlega á Twitter. Modi hefði ekki sett fram neina slíka beiðni til Trump, að sögn Washington Post.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Indland Pakistan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira