Rannsaka tengsl framboðs og stjórnar Trump við arabíuríki Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 11:53 Trump með Mohammed bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í Hvíta húsinu í maí árið 2017. Vísir/EPA Vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og yfirmaður fjáröflunar forsetaframboðs hans er á meðal þeirra sem alríkissaksóknarar rannsaka hvort að hafi brotið lög um málsvara erlendra ríkja. Í skýrslu eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru náin tengsl hans við valdamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Sádi-Arabíu rakin. Thomas J. Barrack var aðsópsmikill í kosningabaráttu Trump og hefur verið óformlegur ráðgjafi forsetans eftir að hann tók við embætti. Fasteigna- og fjárfestingafyrirtækið Barrack hafa veruleg umsvif í arabaheiminum en sjálfur er hann af líbönskum ættum og talar arabísku. Alríkissaksóknarar hafa nú um skeið rannsakað áhrif erlendra ríkja á forsetaframboð Trump og á ákvarðanir ríkisstjórnar hans. Barrack sá meðal annars um að safna fé fyrir innsetningarhátíð Trump í janúar árið 2017 og sló met með fjáröflun sinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að fulltrúar erlendra ríkja hafi notað bandaríska leppa til að gefa innsetningarnefndinni fé í trássi við lög. New York Time segir að saksóknararnir hafi sérstaklega kannað hvort að Barrack eða aðrir tengdir framboðinu hafi brotið lög sem kveða á um að málsvarar erlendra ríkja í Bandaríkjunum verði að skrá störf sín hjá yfirvöldum. Barrack gaf skýrslu í rannsókninni í síðasta mánuði.Thomas Barrack er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og sá um fjáröflun fyrir forsetaframboð hans. Til rannsóknar er hvort hann hafi verið óskráður málsvari erlendra ríkja.Vísir/EPASendi arabaríkjum drög að ræðu Trump til athugasemda Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem demórkatinn Elijah Cummings stýrir birti skýrslu í gær þar sem koma fram gögn og tölvupóstar sem varpa ljósi á samskipti Barrack og fleiri sem tengdust framboði Trump við arabíska valdamenn. Trump forseti hefur látið svívirðingum rigna yfir Cummings síðustu daga og sagt heimaborg hans Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ og að þar vilji „engin manneskja búa“. Í skjölunum kemur meðal annars fram að á sama tíma og Barrack sóttist eftir að verða sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar við Miðausturlönd vann hann að áætlun um samstarf bandarískra fyrirtækja og Sáda um uppbyggingu kjarnorkuvera þar í landi. Fyrirtæki hans skoðaði þá kaup á eina bandaríska framleiðanda stórra kjarnaofna með fjármögnun frá Sádi-Arabíu eða Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Barrack var í nánum samskiptum við Rashid al-Malik, athafnamann frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem stendur nærri Mohammed bin Zayed, krónprins sem er raunverulegur stjórnandi furstadæmanna. Þá sendi Barrack al-Malik drög að ræðu Trump um orkumál í kosningabaráttunni í maí árið 2016. Það gerði hann til að bjóða þeim að koma að ummælum sem þóknuðust arabaríkjunum. Al-Malik dreifði drögunum á meðal embættismanna í Sádi-Arabíu og furstadæmunum og sendu tillögur þeirra til baka. Á endanum minntist Trump þó aðeins stuttlega á mikilvægi Persaflóaríkjanna í ræðu sinni í Norður-Dakóta. Þá kom Jared Kushner, tengdasonur Trump og nánasti ráðgjafi, í veg fyrir að Barrack yrði skipaður sendifulltrúi í Miðausturlöndum. Þá hefur lítið þokast í áætluninni um að selja Sádum kjarnaofna, meðal annars vegna þess að Sádar hafa ekki viljað gangast undir skilmála Bandaríkjastjórnar sem eiga að koma í veg fyrir dreifingu kjarnavopna.Elijah Cummings er formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar ýmislegt sem tengist Trump forseta og ríkisstjórn hans. Trump hefur kallað kjördæmi Cummings morandi í nagdýrum undnafarna daga.Vísir/EPAMáð út mörk opinberrar stefnumótunar og hagsmuna fyrirtækja og erlendra aðila Aðstoðarmenn Barrack fullyrða við New York Times að hann hafi aldrei tekið við skipunum erlendra embættismanna eða ríkja. Hann hafi aðeins reynt að koma fram sem tengiliður á milli Trump og arabaheimsins. Í skýrslu eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar er þó ýjað sterklega að því að Barrack og aðrir ráðgjafar Trump, þar á meðal Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, hafi átt í augljósum hagsmunaárekstrum. „Hvað Sádi-Arabíu varðar hefur Trump-stjórnin nær gereytt þeim mörkum sem skilja yfirleitt að opinbera stefnumótun frá hagsmunum fyrirtækja og erlendra aðila,“ segir í skýrslunni. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og yfirmaður fjáröflunar forsetaframboðs hans er á meðal þeirra sem alríkissaksóknarar rannsaka hvort að hafi brotið lög um málsvara erlendra ríkja. Í skýrslu eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings eru náin tengsl hans við valdamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Sádi-Arabíu rakin. Thomas J. Barrack var aðsópsmikill í kosningabaráttu Trump og hefur verið óformlegur ráðgjafi forsetans eftir að hann tók við embætti. Fasteigna- og fjárfestingafyrirtækið Barrack hafa veruleg umsvif í arabaheiminum en sjálfur er hann af líbönskum ættum og talar arabísku. Alríkissaksóknarar hafa nú um skeið rannsakað áhrif erlendra ríkja á forsetaframboð Trump og á ákvarðanir ríkisstjórnar hans. Barrack sá meðal annars um að safna fé fyrir innsetningarhátíð Trump í janúar árið 2017 og sló met með fjáröflun sinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvort að fulltrúar erlendra ríkja hafi notað bandaríska leppa til að gefa innsetningarnefndinni fé í trássi við lög. New York Time segir að saksóknararnir hafi sérstaklega kannað hvort að Barrack eða aðrir tengdir framboðinu hafi brotið lög sem kveða á um að málsvarar erlendra ríkja í Bandaríkjunum verði að skrá störf sín hjá yfirvöldum. Barrack gaf skýrslu í rannsókninni í síðasta mánuði.Thomas Barrack er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og sá um fjáröflun fyrir forsetaframboð hans. Til rannsóknar er hvort hann hafi verið óskráður málsvari erlendra ríkja.Vísir/EPASendi arabaríkjum drög að ræðu Trump til athugasemda Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem demórkatinn Elijah Cummings stýrir birti skýrslu í gær þar sem koma fram gögn og tölvupóstar sem varpa ljósi á samskipti Barrack og fleiri sem tengdust framboði Trump við arabíska valdamenn. Trump forseti hefur látið svívirðingum rigna yfir Cummings síðustu daga og sagt heimaborg hans Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ og að þar vilji „engin manneskja búa“. Í skjölunum kemur meðal annars fram að á sama tíma og Barrack sóttist eftir að verða sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar við Miðausturlönd vann hann að áætlun um samstarf bandarískra fyrirtækja og Sáda um uppbyggingu kjarnorkuvera þar í landi. Fyrirtæki hans skoðaði þá kaup á eina bandaríska framleiðanda stórra kjarnaofna með fjármögnun frá Sádi-Arabíu eða Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Barrack var í nánum samskiptum við Rashid al-Malik, athafnamann frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sem stendur nærri Mohammed bin Zayed, krónprins sem er raunverulegur stjórnandi furstadæmanna. Þá sendi Barrack al-Malik drög að ræðu Trump um orkumál í kosningabaráttunni í maí árið 2016. Það gerði hann til að bjóða þeim að koma að ummælum sem þóknuðust arabaríkjunum. Al-Malik dreifði drögunum á meðal embættismanna í Sádi-Arabíu og furstadæmunum og sendu tillögur þeirra til baka. Á endanum minntist Trump þó aðeins stuttlega á mikilvægi Persaflóaríkjanna í ræðu sinni í Norður-Dakóta. Þá kom Jared Kushner, tengdasonur Trump og nánasti ráðgjafi, í veg fyrir að Barrack yrði skipaður sendifulltrúi í Miðausturlöndum. Þá hefur lítið þokast í áætluninni um að selja Sádum kjarnaofna, meðal annars vegna þess að Sádar hafa ekki viljað gangast undir skilmála Bandaríkjastjórnar sem eiga að koma í veg fyrir dreifingu kjarnavopna.Elijah Cummings er formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar ýmislegt sem tengist Trump forseta og ríkisstjórn hans. Trump hefur kallað kjördæmi Cummings morandi í nagdýrum undnafarna daga.Vísir/EPAMáð út mörk opinberrar stefnumótunar og hagsmuna fyrirtækja og erlendra aðila Aðstoðarmenn Barrack fullyrða við New York Times að hann hafi aldrei tekið við skipunum erlendra embættismanna eða ríkja. Hann hafi aðeins reynt að koma fram sem tengiliður á milli Trump og arabaheimsins. Í skýrslu eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar er þó ýjað sterklega að því að Barrack og aðrir ráðgjafar Trump, þar á meðal Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, hafi átt í augljósum hagsmunaárekstrum. „Hvað Sádi-Arabíu varðar hefur Trump-stjórnin nær gereytt þeim mörkum sem skilja yfirleitt að opinbera stefnumótun frá hagsmunum fyrirtækja og erlendra aðila,“ segir í skýrslunni.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45