Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 14:06 Ítalski forsætisráðherrann hélt blaðamannafund í Rómarborg í gærkvöldi þar sem hann kallaði eftir því að innanríkisráðherrann myndi réttlæta ákvörðun sína gagnvart ítölsku þjóðinni. Vísir/ap Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn. Þetta segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sem segir að þrátt fyrir að honum hafi verið kunnugt um að brestir væru í ríkisstjórnarsamstarfinu hafi stjórnarslitin komið eins og þruma af heiðum himni. Í yfirlýsingu sem Conte sendi frá sér í gærkvöldi var hann afar gagnrýninn á ákvörðun Salvinis sem hann telur að hafi verið tekin að óathuguðu máli. Í síðustu kosningum hafi ítalska þjóðin látið í ljós áhuga á breytingum og hún hafi kosið Norðurbandalagið og Fimmstjörnuhreyfinguna í góðri trú. Salvini, sem gegnir bæði embætti varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, greindi ítölsku þjóðinni frá því í gær að hann hygðist segja sig frá Fimmstjörnuhreyfingunni eftir að þingmenn hennar greiddu atkvæði gegn háhraðalínu á milli Lyon í Frakklandi og Tórínó á Norður-Ítalíu.Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins, ætlar að nýta sér þá fylgisaukningu sem hefur mælst undanfarna mánuði í könnunum.Vísir/apFimmstjörnuhreyfingin hafði áhyggjur af umhverfisáhrifum sem kunna að hljótast af framkvæmdinni en bora þarf gögn í gegnum Alpana til að háhraðalínan geti orðið að veruleika. Þá telur hreyfingin framkvæmdina vera bruðl með almannafé og hefur efasemdir gagnvart Evrópusambandinu sem hyggst greiða 40% kostnaðarins. Salvini sagði að mælirinn væri fullur. Nóg væri komið af „nei-um“ frá samstarfsflokki sínum. Ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið svo slæmt að hann sæi ekki fram á að hægt væri að laga það. Ríkisstjórnin væri með öllu óstarfhæf. Áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnmálakreppa í landinu. Norðurbandalagið er yst á hægri væng hins pólitíska litrófs og rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur fleiri þingsæti en Norðurbandalagið hefur aftur á móti mælst með meira fylgi undanfarna mánuði. Luigi di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé tilbúinn í kosningar óttist ekki niðurstöðuna. Það muni koma í bakið á Salvini að hafa „blekkt þjóðina“. Ítalía Tengdar fréttir Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn. Þetta segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sem segir að þrátt fyrir að honum hafi verið kunnugt um að brestir væru í ríkisstjórnarsamstarfinu hafi stjórnarslitin komið eins og þruma af heiðum himni. Í yfirlýsingu sem Conte sendi frá sér í gærkvöldi var hann afar gagnrýninn á ákvörðun Salvinis sem hann telur að hafi verið tekin að óathuguðu máli. Í síðustu kosningum hafi ítalska þjóðin látið í ljós áhuga á breytingum og hún hafi kosið Norðurbandalagið og Fimmstjörnuhreyfinguna í góðri trú. Salvini, sem gegnir bæði embætti varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, greindi ítölsku þjóðinni frá því í gær að hann hygðist segja sig frá Fimmstjörnuhreyfingunni eftir að þingmenn hennar greiddu atkvæði gegn háhraðalínu á milli Lyon í Frakklandi og Tórínó á Norður-Ítalíu.Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins, ætlar að nýta sér þá fylgisaukningu sem hefur mælst undanfarna mánuði í könnunum.Vísir/apFimmstjörnuhreyfingin hafði áhyggjur af umhverfisáhrifum sem kunna að hljótast af framkvæmdinni en bora þarf gögn í gegnum Alpana til að háhraðalínan geti orðið að veruleika. Þá telur hreyfingin framkvæmdina vera bruðl með almannafé og hefur efasemdir gagnvart Evrópusambandinu sem hyggst greiða 40% kostnaðarins. Salvini sagði að mælirinn væri fullur. Nóg væri komið af „nei-um“ frá samstarfsflokki sínum. Ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið svo slæmt að hann sæi ekki fram á að hægt væri að laga það. Ríkisstjórnin væri með öllu óstarfhæf. Áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnmálakreppa í landinu. Norðurbandalagið er yst á hægri væng hins pólitíska litrófs og rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur fleiri þingsæti en Norðurbandalagið hefur aftur á móti mælst með meira fylgi undanfarna mánuði. Luigi di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé tilbúinn í kosningar óttist ekki niðurstöðuna. Það muni koma í bakið á Salvini að hafa „blekkt þjóðina“.
Ítalía Tengdar fréttir Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25