Sat föst í bíl sínum í sex daga eftir bílveltu Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2019 22:30 Bastide sat föst í bílnum í sex daga. samsett/AP Bíll hinnar 45 ára gömlu Corine Bastide endaði utanvegar og valt í skóglendi rétt fyrir utan borgina Liege í Belgíu í síðustu viku. Bílinn endaði á hvolfi og sat hún föst í bílnum í sex daga eftir slysið. Að sögn Bastide hringdi síminn hennar stanslaust fyrstu nóttina. Hún reyndi að ná í hann en var of verkjuð til þess að hreyfa sig eftir slysið. Daginn eftir hætti síminn svo að hringja og þá vissi hún að rafhlaðan var tóm. „Ég reyndi að öskra þegar ég heyrði í fólki en það heyrði greinilega enginn í mér,“ sagði Bastide í samtali við ríkisfjölmiðilinn. Á sama tíma reið hitabylgja yfir landið og fór hitinn hæst yfir fjörutíu gráður. Hún náði að halda í sér lífinu með því að drekka vatnsflöskur sem hún hafði safnað og geymt í bíl sínum eftir að stormur reið yfir svæðið. „Hitinn var kæfandi í fyrstu. Ég náði að opna hurð með fætinum. Svo fór að rigna yfir helgina og það var gott. Á hinn bóginn þurfti ég að sofa í vatni í tvær nætur. Mér var kalt og ég skalf allan tímann,“ segir hún og bætir við að það hafi verið erfiðast að liggja á brotnu gleri. Vinir fjölskyldu Bastide komu auga á bíl hennar þegar þeir voru að dreifa auglýsingum þar sem lýst var eftir henni. Þeir gerðu lögreglu viðvart sem bjargaði Bastide úr bílflakinu. Belgía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Bíll hinnar 45 ára gömlu Corine Bastide endaði utanvegar og valt í skóglendi rétt fyrir utan borgina Liege í Belgíu í síðustu viku. Bílinn endaði á hvolfi og sat hún föst í bílnum í sex daga eftir slysið. Að sögn Bastide hringdi síminn hennar stanslaust fyrstu nóttina. Hún reyndi að ná í hann en var of verkjuð til þess að hreyfa sig eftir slysið. Daginn eftir hætti síminn svo að hringja og þá vissi hún að rafhlaðan var tóm. „Ég reyndi að öskra þegar ég heyrði í fólki en það heyrði greinilega enginn í mér,“ sagði Bastide í samtali við ríkisfjölmiðilinn. Á sama tíma reið hitabylgja yfir landið og fór hitinn hæst yfir fjörutíu gráður. Hún náði að halda í sér lífinu með því að drekka vatnsflöskur sem hún hafði safnað og geymt í bíl sínum eftir að stormur reið yfir svæðið. „Hitinn var kæfandi í fyrstu. Ég náði að opna hurð með fætinum. Svo fór að rigna yfir helgina og það var gott. Á hinn bóginn þurfti ég að sofa í vatni í tvær nætur. Mér var kalt og ég skalf allan tímann,“ segir hún og bætir við að það hafi verið erfiðast að liggja á brotnu gleri. Vinir fjölskyldu Bastide komu auga á bíl hennar þegar þeir voru að dreifa auglýsingum þar sem lýst var eftir henni. Þeir gerðu lögreglu viðvart sem bjargaði Bastide úr bílflakinu.
Belgía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira