"Er að stökkva út í djúpu laugina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 12:00 Arnar hefur verið í leit að þjálfarastarfi síðan hann var látinn fara frá Breiðabliki í upphafi tímabils 2017. vísir/ernir Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel. Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel.
Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26