"Er að stökkva út í djúpu laugina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 12:00 Arnar hefur verið í leit að þjálfarastarfi síðan hann var látinn fara frá Breiðabliki í upphafi tímabils 2017. vísir/ernir Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel. Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari belgíska B-deildarliðsins Roeselare. Í samtali við Vísi sagði Arnar að aðdragandinn að því að hann var ráðinn hafi verið frekar stuttur. En þegar hjólin fóru að snúast snerust þau hratt. „Þetta kom til því það var aðili sem hringdi í mig og spurði hann mætti henda nafninu mínu inn. Svo fyrir um tíu dögum heyrði ég að þeir væru að tala við einn aðila en það væri ekki öruggt hvort eitthvað yrði úr því og mitt nafn væri enn í umræðunni,“ sagði Arnar. „Á þriðjudaginn fékk ég skilaboð hvort ég hefði áhuga á starfinu. Þá hoppaði ég upp í flugvél í einum grænum og hitti þá. Það var að hrökkva eða stökkva,“ bætti Arnar við en hann skrifaði undir eins árs samning við Roeselare. Hann segir að verkefnið sé krefjandi enda hafi Roeselare verið í vandræðum undanfarin ár, jafnt innan vallar sem utan. Aðeins 14 leikmenn á samningiArnar var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge.vísir/getty„Þetta er félag sem hefur flakkað á milli deilda. Það hefur átt í fjárhagserfiðleikum og skilað tapi. En einhver breyting hefur átt sér stað og nýtt stjórnarteymi er komið inn. Ég þekki einn þeirra frá fyrri tíð og þess vegna er ég þarna. Það er ekkert öðruvísi,“ sagði Arnar. „Maður er að stökkva út í djúpu laugina og þetta er ekki auðvelt verkefni. Í B-deildinni eru 3-4 félög sem sterkari fjárhagslega og með betri mannskap en okkar lið. Það eru bara 14 leikmenn á samningi, nokkrir sem voru með liðinu í fyrra sem eru samningslausir og svo lánsmenn. Þetta er krefjandi staða en verkefnið er spennandi,“ bætti hann við en Roeselare er í eigu Kínverja sem eiga einnig Reading á Englandi og Beijing Renhe í Kína. Arnar þekkir mjög vel til í Belgíu. Hann lék með Lokeren á árunum 2000-06 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge. „Ég þekki þann sem mælti með mér í þetta starf og þann sem er að vinna fyrir að eigendurna. Mér fannst þetta spennandi og þeir sem koma að félaginu eru heiðarlegir og flottir. Þetta er stórt tækifæri og það er mitt að nýta það,“ sagði Arnar. Mikil vinna framundanArnar stýrði Breiðabliki í 46 deildarleikjum. Blikar unnu 23 af þessum leikjum, gerðu 13 jafntefli og töpuðu tíu.vísir/ernirHann þjálfaði Breiðablik í Pepsi-deildinni 2015 og 2016 en var látinn fara eftir aðeins tvo deildarleiki 2017. Arnar hefur því bæði reynslu sem þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála, starfi sem hann gengdi hjá Club Brugge og AEK Aþenu. Hann segist hafa íhugað báða kostina en þjálfunin hafi togað fastar í hann. „Undir það síðasta var ég opinn fyrir báðu. En það er ekkert langt síðan ég sagði nei við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá APOEL á Kýpur. Mig hefur langað að þjálfa og það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég var rekinn frá Blikum. En það kom ekkert nógu áhugavert inn á borðið eða maður beið og vonaðist til að eitthvað annað og betra væri handan við hornið og missti þ.a.l. af starfinu,“ sagði Arnar. Hann er búinn að hitta leikmenn og starfslið Roeselare en tekur ekki formlega við fyrr en á mánudaginn. Á sunnudaginn sækir Roeselare St. Gilloise heim í 1. umferð belgísku B-deildarinnar. David Colpaert stýrir Roeselare í þeim leik. „Núna fer ég til Íslands, fer svo aftur út á sunnudaginn, horfi á leikinn og tek svo við. Ég var á æfingu í dag og í gær en horfði bara á og talaði við strákana. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Arnar að endingu. Tveir íslenskir þjálfarar verða í belgísku B-deildinni í vetur en Stefán Gíslason stýrir Lommel.
Fótbolti Vistaskipti Tengdar fréttir Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26 Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Fleiri fréttir Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sjá meira
Arnar tekinn við Roesalare Arnar Grétarsson er kominn með nýtt starf, sem þjálfari Roeselare í Belgíu. 1. ágúst 2019 09:26