Lögreglumanni sagt upp vegna dauða Erics Garner Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 17:42 Eric Garner lést í kjölfar þess að lögreglumaður tók hann hálstaki. getty/Spencer Platt James O‘Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Eric Garner hafði gripið inn í og stöðvað slagsmál fyrir utan búð á Staten Island þegar hann var stöðvaður af lögreglu. Hann var óvopnaður en einn lögreglumannanna tók hann hálstaki og lést hann í kjölfar þess. Málið hefur vakið upp gríðarlega óánægju og hefur ítrekað verið mótmælt vegna málsins. Mótmælin spruttu upp sérstaklega vegna myndbands sem var birt af atvikinu þar sem Garner heyrist ítrekað kalla „ég get ekki andað.“Mótmælendur fyrir utan dómshús á Manhattan. Á spjöldum sem mótmælendur halda á er uppsögn lögreglumannanna sem tengdust dauða Erics Garner krafist.getty/Spencer PlattO‘Neill ákvað að reka lögreglumanninn, sem heitir Daniel Pantaleo og er hvítur, eftir að dómari mælti með því við hann að Pantaleo yrði rekinn. Borgaryfirvöld höfðu lengi haldið því fram að ekki væri hægt að segja Pantaleo upp störfum fyrr en rannsókn væri lokið. Kviðdómur New York fylkis neitaði árið 2014 að ákæra Pantaleo vegna málsins en alríkisyfirvöld höfðu haldið rannsókn á málinu gangandi síðan atvikið gerðist þar til þau tilkynntu í síðasta mánuði að hann yrði ekki ákærður. Í myndskeiðinu sem náðist af atvikinu sést hvernig Pantaleo reyndi að handtaka Garner, eftir að hafa ásakað hann um að selja sígarettur ólöglega. Þegar það tókst ekki tók hann Garner hálstaki og endaði á að fella hann. Þá heyrist hann kalla minnst 11 sinnum „ég get ekki andað“ áður en hann fær flog. Réttarlæknir sagði á sínum tíma að hálstakið hafi átt þátt í dauða Garners. Í myndskeiðinu hér að neðan sést gróf atlaga lögreglunnar að Eric Garner. Lögregluofbeldið varð til þess að maðurinn lést. Varað er við myndefninu. Það gæti vakið óhug. Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00 Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
James O‘Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Eric Garner hafði gripið inn í og stöðvað slagsmál fyrir utan búð á Staten Island þegar hann var stöðvaður af lögreglu. Hann var óvopnaður en einn lögreglumannanna tók hann hálstaki og lést hann í kjölfar þess. Málið hefur vakið upp gríðarlega óánægju og hefur ítrekað verið mótmælt vegna málsins. Mótmælin spruttu upp sérstaklega vegna myndbands sem var birt af atvikinu þar sem Garner heyrist ítrekað kalla „ég get ekki andað.“Mótmælendur fyrir utan dómshús á Manhattan. Á spjöldum sem mótmælendur halda á er uppsögn lögreglumannanna sem tengdust dauða Erics Garner krafist.getty/Spencer PlattO‘Neill ákvað að reka lögreglumanninn, sem heitir Daniel Pantaleo og er hvítur, eftir að dómari mælti með því við hann að Pantaleo yrði rekinn. Borgaryfirvöld höfðu lengi haldið því fram að ekki væri hægt að segja Pantaleo upp störfum fyrr en rannsókn væri lokið. Kviðdómur New York fylkis neitaði árið 2014 að ákæra Pantaleo vegna málsins en alríkisyfirvöld höfðu haldið rannsókn á málinu gangandi síðan atvikið gerðist þar til þau tilkynntu í síðasta mánuði að hann yrði ekki ákærður. Í myndskeiðinu sem náðist af atvikinu sést hvernig Pantaleo reyndi að handtaka Garner, eftir að hafa ásakað hann um að selja sígarettur ólöglega. Þegar það tókst ekki tók hann Garner hálstaki og endaði á að fella hann. Þá heyrist hann kalla minnst 11 sinnum „ég get ekki andað“ áður en hann fær flog. Réttarlæknir sagði á sínum tíma að hálstakið hafi átt þátt í dauða Garners. Í myndskeiðinu hér að neðan sést gróf atlaga lögreglunnar að Eric Garner. Lögregluofbeldið varð til þess að maðurinn lést. Varað er við myndefninu. Það gæti vakið óhug.
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00 Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49
Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00
Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30
Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32
Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33