Lögreglumanni sagt upp vegna dauða Erics Garner Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 17:42 Eric Garner lést í kjölfar þess að lögreglumaður tók hann hálstaki. getty/Spencer Platt James O‘Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Eric Garner hafði gripið inn í og stöðvað slagsmál fyrir utan búð á Staten Island þegar hann var stöðvaður af lögreglu. Hann var óvopnaður en einn lögreglumannanna tók hann hálstaki og lést hann í kjölfar þess. Málið hefur vakið upp gríðarlega óánægju og hefur ítrekað verið mótmælt vegna málsins. Mótmælin spruttu upp sérstaklega vegna myndbands sem var birt af atvikinu þar sem Garner heyrist ítrekað kalla „ég get ekki andað.“Mótmælendur fyrir utan dómshús á Manhattan. Á spjöldum sem mótmælendur halda á er uppsögn lögreglumannanna sem tengdust dauða Erics Garner krafist.getty/Spencer PlattO‘Neill ákvað að reka lögreglumanninn, sem heitir Daniel Pantaleo og er hvítur, eftir að dómari mælti með því við hann að Pantaleo yrði rekinn. Borgaryfirvöld höfðu lengi haldið því fram að ekki væri hægt að segja Pantaleo upp störfum fyrr en rannsókn væri lokið. Kviðdómur New York fylkis neitaði árið 2014 að ákæra Pantaleo vegna málsins en alríkisyfirvöld höfðu haldið rannsókn á málinu gangandi síðan atvikið gerðist þar til þau tilkynntu í síðasta mánuði að hann yrði ekki ákærður. Í myndskeiðinu sem náðist af atvikinu sést hvernig Pantaleo reyndi að handtaka Garner, eftir að hafa ásakað hann um að selja sígarettur ólöglega. Þegar það tókst ekki tók hann Garner hálstaki og endaði á að fella hann. Þá heyrist hann kalla minnst 11 sinnum „ég get ekki andað“ áður en hann fær flog. Réttarlæknir sagði á sínum tíma að hálstakið hafi átt þátt í dauða Garners. Í myndskeiðinu hér að neðan sést gróf atlaga lögreglunnar að Eric Garner. Lögregluofbeldið varð til þess að maðurinn lést. Varað er við myndefninu. Það gæti vakið óhug. Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00 Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
James O‘Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Eric Garner hafði gripið inn í og stöðvað slagsmál fyrir utan búð á Staten Island þegar hann var stöðvaður af lögreglu. Hann var óvopnaður en einn lögreglumannanna tók hann hálstaki og lést hann í kjölfar þess. Málið hefur vakið upp gríðarlega óánægju og hefur ítrekað verið mótmælt vegna málsins. Mótmælin spruttu upp sérstaklega vegna myndbands sem var birt af atvikinu þar sem Garner heyrist ítrekað kalla „ég get ekki andað.“Mótmælendur fyrir utan dómshús á Manhattan. Á spjöldum sem mótmælendur halda á er uppsögn lögreglumannanna sem tengdust dauða Erics Garner krafist.getty/Spencer PlattO‘Neill ákvað að reka lögreglumanninn, sem heitir Daniel Pantaleo og er hvítur, eftir að dómari mælti með því við hann að Pantaleo yrði rekinn. Borgaryfirvöld höfðu lengi haldið því fram að ekki væri hægt að segja Pantaleo upp störfum fyrr en rannsókn væri lokið. Kviðdómur New York fylkis neitaði árið 2014 að ákæra Pantaleo vegna málsins en alríkisyfirvöld höfðu haldið rannsókn á málinu gangandi síðan atvikið gerðist þar til þau tilkynntu í síðasta mánuði að hann yrði ekki ákærður. Í myndskeiðinu sem náðist af atvikinu sést hvernig Pantaleo reyndi að handtaka Garner, eftir að hafa ásakað hann um að selja sígarettur ólöglega. Þegar það tókst ekki tók hann Garner hálstaki og endaði á að fella hann. Þá heyrist hann kalla minnst 11 sinnum „ég get ekki andað“ áður en hann fær flog. Réttarlæknir sagði á sínum tíma að hálstakið hafi átt þátt í dauða Garners. Í myndskeiðinu hér að neðan sést gróf atlaga lögreglunnar að Eric Garner. Lögregluofbeldið varð til þess að maðurinn lést. Varað er við myndefninu. Það gæti vakið óhug.
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00 Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49
Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00
Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30
Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32
Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33