Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 07:28 Lík eins þeirra sem féllu í árásinni borið til grafar í dag. Vísir/EPA Sjálfsmorðssprengjumaður var að minnsta kosti 63 að bana og særði 180 til viðbótar þegar hann sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri brúðkaupsathöfn í Kabúl, höfuðborg Afganistans í gær. Talibanar neita ábyrgð á ódæðinu og engir aðrir hópar hafa viðurkennt að hafa staðið að því. Sprengjan sprakk í vesturhluta borgarinnar þar sem aðallega sjíamúslimar búa um klukkan 22:40 að staðartíma í gærkvöldi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að herskáir súnnímúslimar, þar á meðal talibanar og Ríki íslams, hafi ítrekað ráðist á sjíaminnihlutann í Afganistan og Pakistan. Kynin eru alla jafna aðskilin í afgönskum brúðkaupum. Vitni segir að hann hafi verið á kvennasvæðinu þegar hann heyrði mikla sprengingu á karlasvæðinu. „Allir hlupu út hrópandi og grátandi,“ sagði Mohammad Farhag, einn brúðkaupsgestanna. Salurinn hafi verið fullur reyks í um tuttugu mínútur eftir sprenginguna. Nær allir á karlasvæðinu hafi látið lífið eða særst. Enn hafi verið að flytja lík af svæðinu tveimur klukkustundum eftir sprenginguna. Talsmaður talibana, sem nú semja um frið í landinu við Bandaríkjastjórn, sagðist fordæma árásina harðlega. „Það er engin réttlæting til fyrir svo yfirveguðum og hrottafengnum morðum sem beinast að konum og börnum,“ sagði Zabiullah Mujaheed, talsmaður talibana. Afganistan Tengdar fréttir Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Sjálfsmorðssprengjumaður var að minnsta kosti 63 að bana og særði 180 til viðbótar þegar hann sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri brúðkaupsathöfn í Kabúl, höfuðborg Afganistans í gær. Talibanar neita ábyrgð á ódæðinu og engir aðrir hópar hafa viðurkennt að hafa staðið að því. Sprengjan sprakk í vesturhluta borgarinnar þar sem aðallega sjíamúslimar búa um klukkan 22:40 að staðartíma í gærkvöldi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að herskáir súnnímúslimar, þar á meðal talibanar og Ríki íslams, hafi ítrekað ráðist á sjíaminnihlutann í Afganistan og Pakistan. Kynin eru alla jafna aðskilin í afgönskum brúðkaupum. Vitni segir að hann hafi verið á kvennasvæðinu þegar hann heyrði mikla sprengingu á karlasvæðinu. „Allir hlupu út hrópandi og grátandi,“ sagði Mohammad Farhag, einn brúðkaupsgestanna. Salurinn hafi verið fullur reyks í um tuttugu mínútur eftir sprenginguna. Nær allir á karlasvæðinu hafi látið lífið eða særst. Enn hafi verið að flytja lík af svæðinu tveimur klukkustundum eftir sprenginguna. Talsmaður talibana, sem nú semja um frið í landinu við Bandaríkjastjórn, sagðist fordæma árásina harðlega. „Það er engin réttlæting til fyrir svo yfirveguðum og hrottafengnum morðum sem beinast að konum og börnum,“ sagði Zabiullah Mujaheed, talsmaður talibana.
Afganistan Tengdar fréttir Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld. 17. ágúst 2019 20:38