Morð á lögreglumanni vekur óhug í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 20:56 Andrew Harper og eiginkona hans til fjögurra vikna, Lissie, í brúðkaupi þeirra í júlí síðastliðnum. Mynd/Mark Lord Umfangsmikilli lögreglurannsókn hefur verið hrint af stað eftir að breskur lögreglumaður var myrtur í Berkskíri á Englandi í gær. Þrettán ára piltur er á meðal tíu karlmanna sem handteknir hafa verið vegna málsins. Andrew Harper, sem starfaði hjá lögreglunni í Thames Valley, var að sinna útkalli vegna ráns þegar bíl var ekið á hann. Harper, sem var 28 ára, er sagður hafa dregist með bílnum eftir götunni. Málið er rannsakað sem morð. Þá hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að Harper hafi gengið í hjónaband fyrir mánuði. Honum hefur verið lýst sem vinsælum og viðmótsþýðum manni, sem starfað hafði hjá lögreglunni síðan árið 2010. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi, einkum í ljósi árása á lögreglumenn þar í landi síðustu misseri. Maður vopnaður sveðju réðst á lögreglumann í London í síðustu viku og annar lögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að grunaður bílaþjófur ók á hann í Birmingham. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er á meðal þeirra sem vottað hafa aðstandendum Harpers samúð sína. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu mála.It is the most powerful reminder that police officers up and down the country put themselves at risk every single day to keep us safe.They have my absolute support. (2/2)— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 16, 2019 Tíu karlmenn á aldrinum 13 til 30 ára voru handteknir vegna gruns um morð innan við klukkutíma eftir að ekið var á Harper. Lík Harpers var krufið í dag og rannsókn málsins heldur áfram. Bretland England Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Umfangsmikilli lögreglurannsókn hefur verið hrint af stað eftir að breskur lögreglumaður var myrtur í Berkskíri á Englandi í gær. Þrettán ára piltur er á meðal tíu karlmanna sem handteknir hafa verið vegna málsins. Andrew Harper, sem starfaði hjá lögreglunni í Thames Valley, var að sinna útkalli vegna ráns þegar bíl var ekið á hann. Harper, sem var 28 ára, er sagður hafa dregist með bílnum eftir götunni. Málið er rannsakað sem morð. Þá hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að Harper hafi gengið í hjónaband fyrir mánuði. Honum hefur verið lýst sem vinsælum og viðmótsþýðum manni, sem starfað hafði hjá lögreglunni síðan árið 2010. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi, einkum í ljósi árása á lögreglumenn þar í landi síðustu misseri. Maður vopnaður sveðju réðst á lögreglumann í London í síðustu viku og annar lögreglumaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að grunaður bílaþjófur ók á hann í Birmingham. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er á meðal þeirra sem vottað hafa aðstandendum Harpers samúð sína. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu mála.It is the most powerful reminder that police officers up and down the country put themselves at risk every single day to keep us safe.They have my absolute support. (2/2)— Boris Johnson (@BorisJohnson) August 16, 2019 Tíu karlmenn á aldrinum 13 til 30 ára voru handteknir vegna gruns um morð innan við klukkutíma eftir að ekið var á Harper. Lík Harpers var krufið í dag og rannsókn málsins heldur áfram.
Bretland England Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira