Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. ágúst 2019 06:00 Elísabet Bretlandsdrottning samþykkti beiðni ríkisstjórnar Johnsons um að fresta þingfundum. Nordicphotos/AFP Tilkynning Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að ríkisstjórn hans hefði óskað eftir því að Bretlandsdrottning frestaði þingfundum vakti hörð viðbrögð í gær. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokka, Evrópusinnar í Íhaldsflokki Johnsons sem og forseti þingsins sjálfur lýstu yfir megnri óánægju með útspilið. Þessi ákvörðun stjórnvalda þýðir að þingið fer í leyfi í kringum 10. september næstkomandi, samkvæmt Lauru Kuenssberg, stjórnmálaskýranda breska ríkisútvarpsins, en ekki þann 14. eins og áætlað var. Þótt munurinn sé ef til vill lítill hefur hann mikla þýðingu, að því er Kuenssberg skrifar. „Vegna þess að afleiðingarnar eru þær að þingmenn hafa minni tíma til að koma í gegn lögum sem myndu koma í veg fyrir að Johnson stýrði Bretlandi út úr Evrópusambandinu samningslaust ef samkomulag næst ekki við Brussel fyrir októberlok.“ Með því að fresta þingfundum munu öll ókláruð mál fara aftur á byrjunarreit. Vilji þingmenn festa í lög að samningslaus útganga standi ekki til boða þarf það því að gerast áður en þingfundum er frestað, skrifaði Jessica Elgot, stjórnmálaskýrandi The Guardian. Mikið hafði verið rætt um möguleikann á því að Johnson gæti farið þessa leið. Þingmenn höfðu lýst yfir að þeir óttuðust að forsætisráðherrann myndi taka þessa umdeildu ákvörðun til þess að þröngva samningslausri útgöngu upp á þingið, þvert gegn yfirlýstum vilja þess. Hópi rúmlega sjötíu þingmanna varð nýverið að ósk sinni þegar skoskur dómstóll samþykkti að taka fyrir málsókn þar sem vonast er til að fá það staðfest að það sé ólöglegt fyrir forsætisráðherra að ganga fram hjá þinginu á þennan hátt. Taka átti málið fyrir þann 6. september en samkvæmt Joanna Cheery, þingmanni Skoska þjóðarflokksins, hófst vinna í gær við að fá málinu flýtt. Ian Blackford, þingflokksformaður flokksins, sagði að Johnson hagaði sér nú líkt og einræðisherra. Hann væri umboðslaus og Skoski þjóðarflokkurinn myndi gera allt sem hann gæti til að fyrirbyggja samningslausa útgöngu. Ekki var minnst á að frestunin væri hugsuð til þess að ganga framhjá þinginu í bréfi sem Johnson sendi þingmönnum í gær. Sagði þar að tími væri til kominn að fresta þingfundum þar sem núverandi þing hefur staðið yfir í um tvö ár, mun lengur en venjulega. Á næsta þingi myndu stjórnvöld leggja fram metnaðarfull frumvörp í heilbrigðismálum, innviðamálum og svo auðvitað í útgöngumálinu. Á meðan þingið væri í fríi myndi ríkisstjórnin halda áfram undirbúningi sínum fyrir Brexit. „Með eða án samnings.“ Sagði Johnson svo við fjölmiðla að það væri fjarri sannleikanum að ríkisstjórnin væri að reyna að þvinga fram samningslausa útgöngu. Þau orð dugðu hins vegar ekki til þess að lægja öldurnar. Hvergi nærri. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var til að mynda ekki par sáttur. „Það sem forsætisráðherra er að gera er að stela lýðræðinu af okkur í von um að þvinga fram samningslausa útgöngu. Hvers vegna er hann svo hræddur að hann þarf að fresta þingfundum til þess að koma í veg fyrir umræðu um málið?“ spurði stjórnarandstöðuleiðtoginn. Verkamannaflokkurinn mun, að sögn Corbyns, leggja fram frumvarp hið snarasta til að koma í veg fyrir frestunina. Síðan myndi flokkurinn leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Dominic Grieve, Evrópusinni og samflokksmaður Johnsons, var á sama máli. Sagði hann ákvörðun Johnsons reginhneyksli. „Ríkisstjórnin mun falla,“ sagði Grieve og varaði við vantrausti. Þingforsetinn var ómyrkur í máli. „Ég hef ekkert frétt frá ríkisstjórninni en ef þessar fregnir reynast sannar, að hún ætli að fresta þingfundum, erum við að horfa upp á grófa aðför gegn stjórnarskránni,“ sagði hann og hélt áfram: „Hvernig sem á þetta er litið er augljóst að tilgangur frestunarinnar er að koma í veg fyrir umræðu þingsins um Brexit sem og að það geti sinnt skyldu sinni. Nú, á þessum erfiðu tímum í sögu ríkisins, er mikilvægt að landskjörið þing fái sitt um málið að segja. Við búum við þingræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Tilkynning Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um að ríkisstjórn hans hefði óskað eftir því að Bretlandsdrottning frestaði þingfundum vakti hörð viðbrögð í gær. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokka, Evrópusinnar í Íhaldsflokki Johnsons sem og forseti þingsins sjálfur lýstu yfir megnri óánægju með útspilið. Þessi ákvörðun stjórnvalda þýðir að þingið fer í leyfi í kringum 10. september næstkomandi, samkvæmt Lauru Kuenssberg, stjórnmálaskýranda breska ríkisútvarpsins, en ekki þann 14. eins og áætlað var. Þótt munurinn sé ef til vill lítill hefur hann mikla þýðingu, að því er Kuenssberg skrifar. „Vegna þess að afleiðingarnar eru þær að þingmenn hafa minni tíma til að koma í gegn lögum sem myndu koma í veg fyrir að Johnson stýrði Bretlandi út úr Evrópusambandinu samningslaust ef samkomulag næst ekki við Brussel fyrir októberlok.“ Með því að fresta þingfundum munu öll ókláruð mál fara aftur á byrjunarreit. Vilji þingmenn festa í lög að samningslaus útganga standi ekki til boða þarf það því að gerast áður en þingfundum er frestað, skrifaði Jessica Elgot, stjórnmálaskýrandi The Guardian. Mikið hafði verið rætt um möguleikann á því að Johnson gæti farið þessa leið. Þingmenn höfðu lýst yfir að þeir óttuðust að forsætisráðherrann myndi taka þessa umdeildu ákvörðun til þess að þröngva samningslausri útgöngu upp á þingið, þvert gegn yfirlýstum vilja þess. Hópi rúmlega sjötíu þingmanna varð nýverið að ósk sinni þegar skoskur dómstóll samþykkti að taka fyrir málsókn þar sem vonast er til að fá það staðfest að það sé ólöglegt fyrir forsætisráðherra að ganga fram hjá þinginu á þennan hátt. Taka átti málið fyrir þann 6. september en samkvæmt Joanna Cheery, þingmanni Skoska þjóðarflokksins, hófst vinna í gær við að fá málinu flýtt. Ian Blackford, þingflokksformaður flokksins, sagði að Johnson hagaði sér nú líkt og einræðisherra. Hann væri umboðslaus og Skoski þjóðarflokkurinn myndi gera allt sem hann gæti til að fyrirbyggja samningslausa útgöngu. Ekki var minnst á að frestunin væri hugsuð til þess að ganga framhjá þinginu í bréfi sem Johnson sendi þingmönnum í gær. Sagði þar að tími væri til kominn að fresta þingfundum þar sem núverandi þing hefur staðið yfir í um tvö ár, mun lengur en venjulega. Á næsta þingi myndu stjórnvöld leggja fram metnaðarfull frumvörp í heilbrigðismálum, innviðamálum og svo auðvitað í útgöngumálinu. Á meðan þingið væri í fríi myndi ríkisstjórnin halda áfram undirbúningi sínum fyrir Brexit. „Með eða án samnings.“ Sagði Johnson svo við fjölmiðla að það væri fjarri sannleikanum að ríkisstjórnin væri að reyna að þvinga fram samningslausa útgöngu. Þau orð dugðu hins vegar ekki til þess að lægja öldurnar. Hvergi nærri. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var til að mynda ekki par sáttur. „Það sem forsætisráðherra er að gera er að stela lýðræðinu af okkur í von um að þvinga fram samningslausa útgöngu. Hvers vegna er hann svo hræddur að hann þarf að fresta þingfundum til þess að koma í veg fyrir umræðu um málið?“ spurði stjórnarandstöðuleiðtoginn. Verkamannaflokkurinn mun, að sögn Corbyns, leggja fram frumvarp hið snarasta til að koma í veg fyrir frestunina. Síðan myndi flokkurinn leggja fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Dominic Grieve, Evrópusinni og samflokksmaður Johnsons, var á sama máli. Sagði hann ákvörðun Johnsons reginhneyksli. „Ríkisstjórnin mun falla,“ sagði Grieve og varaði við vantrausti. Þingforsetinn var ómyrkur í máli. „Ég hef ekkert frétt frá ríkisstjórninni en ef þessar fregnir reynast sannar, að hún ætli að fresta þingfundum, erum við að horfa upp á grófa aðför gegn stjórnarskránni,“ sagði hann og hélt áfram: „Hvernig sem á þetta er litið er augljóst að tilgangur frestunarinnar er að koma í veg fyrir umræðu þingsins um Brexit sem og að það geti sinnt skyldu sinni. Nú, á þessum erfiðu tímum í sögu ríkisins, er mikilvægt að landskjörið þing fái sitt um málið að segja. Við búum við þingræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45 Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30
Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. 28. ágúst 2019 23:45
Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. 28. ágúst 2019 20:00