Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong í haldi Kínverja Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2019 11:54 Handtaka Cheng á sér stað á sama tíma og hrina fjöldamótmæla fer fram í Hong Kong. Ferðamenn hafa greint frá því að öryggisgæsla á landamærum Hong Kong og Kína hafi aukist eftir að mótmælin hófust. Getty/Chris McGrath Utanríkisráðuneyti Kína staðfesti í dag að Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sé í haldi kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. „Ég vil hafa það alveg á hreinu að þessi starfsmaður er ríkisborgari í Hong Kong og ekki breskur ríkisborgari. Þar með er hann kínverskur og einungis er um að ræða kínverskt innanríkismál,“ sagði talsmaðurinn fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri smáglæpalöggjöf. Sú löggjöf er gjarnan notuð til þess að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, hefur greint frá því að Cheng hafi sent henni skilaboð rétt áður en hann fór yfir landamæri Kína yfir til Hong Kong. Hún hefur ekkert heyrt frá honum eftir það. Í yfirlýsingu frá talsmanni breska ræðismannsins í Hong Kong kom fram að skrifstofan þyrfti að skoða málið frekar áður en ákvörðun yrði tekin um viðbrögð við aðgerðum kínverskra yfirvalda. Breski ræðismannsskrifstofan sagði einnig að fregnir af handtökunni væru „gífurlegt áhyggjuefni.“ Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Kína staðfesti í dag að Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sé í haldi kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. „Ég vil hafa það alveg á hreinu að þessi starfsmaður er ríkisborgari í Hong Kong og ekki breskur ríkisborgari. Þar með er hann kínverskur og einungis er um að ræða kínverskt innanríkismál,“ sagði talsmaðurinn fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri smáglæpalöggjöf. Sú löggjöf er gjarnan notuð til þess að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, hefur greint frá því að Cheng hafi sent henni skilaboð rétt áður en hann fór yfir landamæri Kína yfir til Hong Kong. Hún hefur ekkert heyrt frá honum eftir það. Í yfirlýsingu frá talsmanni breska ræðismannsins í Hong Kong kom fram að skrifstofan þyrfti að skoða málið frekar áður en ákvörðun yrði tekin um viðbrögð við aðgerðum kínverskra yfirvalda. Breski ræðismannsskrifstofan sagði einnig að fregnir af handtökunni væru „gífurlegt áhyggjuefni.“
Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41