Kveðjan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun