Kveðjan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar