Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2019 16:07 Bercow var upphaflega þingmaður Íhaldsflokksins en hefur bakað sér óvinsældir flokksins vegna framgöngu sinnar í tengslum við Brexit. Vísir/EPA John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05