Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á Talibönum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2019 18:35 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Riedel Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN. Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Donald Trump, forseta, hafa viljað horfa í augun á fulltrúum Talibana áður en hann samþykkti friðarsamkomulag við þá. Þess vegna hafi þeim verið boðið til Bandaríkjanna en Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við leynilegan fund með Talibönum í Camp David sem átti að fara fram í dag. Forsetinn sagðist einnig hafa bundið enda á friðarviðræðurnar. Ákvörðun Trump að bjóða fulltrúum Talibana á fund sinn til Bandaríkjanna, og það nokkrum dögum fyrir það að 18 ár verða frá árásunum á Tvíburaturnana í New York, þann 11. september 2001, hefur verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins. Gagnrýnin hefur að miklu leyti snúist um tímasetninguna og að Trump ætlaði yfir höfuð að funda með aðilum sem komu að árásunum á Tvíburaturnana og hefðu fellt rúmlega 2.400 bandaríska hermenn í lengsta stríði Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaPompeo mætti í fimm spjallþætti á fréttastöðvum Bandaríkjanna í dag og verði bæði þá ákvörðun Trump að bjóða Talibönum til Bandaríkjanna og það að hætta við fundinn og stöðva friðarviðræður. „Ef þú ert að semja um frið, þarftu oft að eiga við frekar vonda aðila,“ sagði Pompeo í einum þættinum. „Ég þekki sögu Camp David og Trump velti því fyrir sér. Þó nokkrir vondir aðilar hafa farið þangað í gegnum söguna.“ Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna, lýsti því yfir á mánudaginn að búið væri að leggja grunninn að samkomulagi við Talibana. Triump þyrfti bara að samþykkja það. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum.Ekki „sannfærandi“ samkomulag Pompeo sagði eitt atriði samningsins við Talibana sneri að því að þeir þyrftu að slíta tengsl sín við al-Qaeda. Talibanar hefðu hins vegar ekki staðið við skuldbindingar sínar og hefðu þar að auki haldið mannskæðum árásum áfram. Því hafi Trump ákveðið að hitta þá ekki og slíta viðræðunum. Talsmaður Ashraf Ghani, forseta Afganistan, sagði AP fréttaveitunni að Ghani hefði ætlað að ræða við Trump um samkomulagið við Talibana en forsetinn hætti nýverið við að ferðast til Bandaríkjanna. Talsmaðurinn sagði einnig að sá samningur sem forsetinn hefði séð hefði ekki verið sannfærandi. Ríkisstjórn Ghani fékk ekki að koma að viðræðunum að beiðni Talibana. Í yfirlýsingu frá Talibönum segir að Bandaríkjamenn muni þjást vegna ákvörðunar Trump en þeir búast þó við því að Bandaríkin muni setjast aftur við samningaborðið. Þangað til muni stríð þeirra halda áfram.Hér má sjá viðtal Pompeo á CNN.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent