Styðja sameiningu sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. september 2019 20:00 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti um miðjan ágústmánuð stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á næstu sjö árum og að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði ekki færri en þúsund íbúar. Á aukaþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í dag var samþykkt að styðja tillögu ráðherra. „Þannig að nú erum við að sjá fram á gjörbreytt umhverfi á sveitarstjórnarstiginu á næstu árum sem ég held að verði til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og fyrir íbúa í landinu ekki síst,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillagan hefur mætt nokkurri andstöðu meðal sveitarstjóra. Skiptar skoðanir voru á fundinum í dag, sér í lagi um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. „Það lá alveg fyrir að það væru skiptar skoðanir. Ég ber alveg virðingu fyrir því sjónarmiði að fólki finnist þetta erfitt skref að stíga. Þetta er óumflýjalegt að setja einhvers konar línu í sandinn sem að gefur til kynna hvað við teljum vera eðlilega stærð á sveitarfélagi til þess að geta veitt þjónustu eins og sveitarfélögum ber að gera samkvæmt lögum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Ég tel mikilvægt að núna eftir þennan fund og þessa samþykkt að þá fari sveitarfélögin heim og hugsi sinn gang. Það er nægur tími til stefnu og svo verður auðvitað umræða í þinginu í vetur um þingsályktunina,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá vonar Aldís að þingmenn virði vilja sveitarstjórnarmanna þegar tillagan verður flutt í þinginu í haust. „Vilji sveitarstjórnarmanna liggur fyrir eftir fundinn í dag, hann er mjög skýr þannig að boltinn er hjá Alþingi og ég trúi ekki öðru en að alþingismenn virði vilja sveitarstjórnarstigsins á Íslandi,“ sagði Aldís.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Hugnast ekki þvinguð sameining Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. 31. ágúst 2019 20:30