Spánverjar lokuðu öllum leiðum á úrslitastundu og eru áfram ósigraðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 14:23 Spánverjinn Juan Hernangómez var flottur í dag. Getty/Li Zhiteng Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67 Körfubolti Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira
Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67
Körfubolti Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira