Frestun þingfunda í Bretlandi dæmd lögleg Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2019 10:03 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Alastair Grant Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. Dómarinn segir það ekki dómstóla að skera úr í þessu máli, heldur sé það í raun kjósenda. Fjöldi skoskra þingmanna kom að því að höfða umrætt mál og hafa þeir þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Þá hafa fleiri mál verið höfðuð víðar í Bretlandi.Ákvörðun Johnson hefur í för með sér að tími annarra þingmanna til að leggja fram lagafrumvörp í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands án samnings skerðist til muna. Áætlun forsætisráðherrans hefur þó beðið hnekki og þá sérstaklega í gær.Íhaldsflokkurinn, sem Johnson leiðir, tapaði meirihluta sínum á þingi í gær þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata.Sjá einnig: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“Þar að auki greiddu uppreisnarmenn innan flokksins atkvæði gegn Johnson á þinginu í gærkvöldi til að stöðva Brexit án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í gær gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Í dag ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Þeim var svo tilkynnt að þeir hefðu verið reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins.Sjá einnig: Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 „Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. 4. september 2019 09:46 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Skoskur dómstóll segir þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fresta þingfundum í september og þar til skömmu áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu (Brexit) í lok október, vera lögmæta. Dómarinn segir það ekki dómstóla að skera úr í þessu máli, heldur sé það í raun kjósenda. Fjöldi skoskra þingmanna kom að því að höfða umrætt mál og hafa þeir þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Þá hafa fleiri mál verið höfðuð víðar í Bretlandi.Ákvörðun Johnson hefur í för með sér að tími annarra þingmanna til að leggja fram lagafrumvörp í þeim tilgangi að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands án samnings skerðist til muna. Áætlun forsætisráðherrans hefur þó beðið hnekki og þá sérstaklega í gær.Íhaldsflokkurinn, sem Johnson leiðir, tapaði meirihluta sínum á þingi í gær þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata.Sjá einnig: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“Þar að auki greiddu uppreisnarmenn innan flokksins atkvæði gegn Johnson á þinginu í gærkvöldi til að stöðva Brexit án samnings. Tillagan sem breska þingið samþykkti með 27 atkvæða mun í gær gaf þverpólitískum hópi þingmanna dagskrárvald í þinginu. Í dag ætlar hópurinn því að leggja fram frumvarp sem kæmi í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október. Þeim var svo tilkynnt að þeir hefðu verið reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins.Sjá einnig: Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 „Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. 4. september 2019 09:46 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
„Getur einhver fært leiðtoga neðri deildar þingsins kodda?“ Hasarinn var mikill á breska þinginu í gær og um tíma beindist athyglin um tíma sérstaklega að leiðtoga neðri deildar þingsins þar sem hann hafði lagst á þingbekkinn í miðjum umræðum. 4. september 2019 09:46
Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings verður lagt fram á morgun. 3. september 2019 21:00