Allar treyjurnar uppseldar aðeins sólarhring eftir að félagið samdi við Bendtner Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 11:00 Nicklas Bendtner varð norskur bikarmeistari með Rosenborg í fyrra og vann einnig norsku deildina tvisvar sinnum með félaginu. Getty/Trond Tandberg Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT Danmörk Fótbolti Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Nicklas Bendtner er kominn heim til Danmerkur en hann samdi á mánudaginn við danska stórliðið FC frá Kaupmannahöfn. Það er óhætt að segja að þessi samningur hafi haft góð áhrif á treyjusölu danska félagsins. Aðeins sólarhring síðar þá voru allar FCK treyjurnar uppseldar og þá erum við að tala um allar fullorðinstreyjur og treyjur í öllum stærðum.Lord Bendtner strikes again! pic.twitter.com/cFyAXI4wKm — ESPN UK (@ESPNUK) September 3, 2019 Nicklas Bendtner er einn frægasti knattspyrnumaður Dana eftir tíma sinn hjá Arsenal en undanfarin ár hefur hann leikið með Rosenborg í Noregi. Þessi frábæra treyjusala er gott dæmi um vinsældir hans. Nicklas Bendtner er nú 31 árs gamall en hann var aðeins sextán ára gamall þegar hann yfirgaf unglingalið Kjøbenhavns Boldklub og samdi við Arsenal. Þá var árið 2004 en nú fimmtán árum síðan snýr hann aftur heim í danska boltann. Bendtner hafði árið 2004 skorað fjögur mörk í sex leikjum með dönskum unglingalandsliðum og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hann fékk síðan sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Arsenal rúmu ári síðar.September 2 - FC Copenhagen sign Nicklas Bendtner September 3 - FC Copenhagen's complete stock of adult jerseys sell out Doing the Lord's work pic.twitter.com/3LfLTlA8yJ — Goal (@goal) September 3, 2019 Bendtner fór á láni til Birmingham City áður en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri með Arsenal. Undir lok tíma hans hjá Arsenal lánaði félagið hann til Juventus og eftir tíma sinn hjá Arsenal reyndi hann fyrir sér hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Bendtner skoraði síðan 24 mörk í 57 deildarleikjum með Rosenborg í Noregi frá 2017 til 2019. View this post on InstagramA post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner14) on Sep 3, 2019 at 8:59am PDT
Danmörk Fótbolti Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira