Trudeau man ekki hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2019 22:45 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur þurft að svara fyrir hneykslismál undanfarið. vísir/getty Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, treystir sér ekki til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. Hann geti ekki munað það enda hafi hann ekki munað eftir þeim þremur tilvikum sem fjölmiðlar hafa fjallað um í gær og í dag. Tvær myndir og eitt myndband hafa birst í fjölmiðlum af forsætisráðherranum þar sem hann hefur litað andlitið svart. Myndbandið er frá tíunda áratugnum þegar Trudeau var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Önnur myndin er frá 2001 og hin frá því hann var í gagnfræðaskóla. Trudeau baðst afsökunar á myndinni frá 2001 í nótt og í dag baðst hann aftur afsökunar eftir að hin myndin og myndbandið voru birt. Málið þykir vandræðalegt fyrir Trudeau enda hefur hann sem stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart.Trudeau ávarpaði fjölmiðla í Winnipeg í dag. „Að mála andlitið á sér svart, sama hvert samhengið er eða aðstæðurnar, er alltaf óásættanlegt vegna þeirrar rasísku sögu sem tengist slíkum gjörningi. Ég hefði átt að skilja þetta þá og ég hefði aldrei átt að gera þetta,“ sagði Trudeau. Bætti hann við að hann hefði brugðist mörgum og bað um fyrirgefningu. Sagði forsætisráðherrann að það að hann hefði ekki áttað sig á því hversu særandi þetta væri fyrir þá sem búa við mismunun á hverjum væri vegna mikillar forréttindablindu hans. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku fóru að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikilla vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau í aðdraganda þingkosninga í Kanada sem fara fram þann 21. október. Hefur hann verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega af spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið. Kanada Tengdar fréttir Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, treystir sér ekki til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. Hann geti ekki munað það enda hafi hann ekki munað eftir þeim þremur tilvikum sem fjölmiðlar hafa fjallað um í gær og í dag. Tvær myndir og eitt myndband hafa birst í fjölmiðlum af forsætisráðherranum þar sem hann hefur litað andlitið svart. Myndbandið er frá tíunda áratugnum þegar Trudeau var á síðunglingsárum eða rúmlega tvítugur. Önnur myndin er frá 2001 og hin frá því hann var í gagnfræðaskóla. Trudeau baðst afsökunar á myndinni frá 2001 í nótt og í dag baðst hann aftur afsökunar eftir að hin myndin og myndbandið voru birt. Málið þykir vandræðalegt fyrir Trudeau enda hefur hann sem stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart.Trudeau ávarpaði fjölmiðla í Winnipeg í dag. „Að mála andlitið á sér svart, sama hvert samhengið er eða aðstæðurnar, er alltaf óásættanlegt vegna þeirrar rasísku sögu sem tengist slíkum gjörningi. Ég hefði átt að skilja þetta þá og ég hefði aldrei átt að gera þetta,“ sagði Trudeau. Bætti hann við að hann hefði brugðist mörgum og bað um fyrirgefningu. Sagði forsætisráðherrann að það að hann hefði ekki áttað sig á því hversu særandi þetta væri fyrir þá sem búa við mismunun á hverjum væri vegna mikillar forréttindablindu hans. Farandsöngvarar í Norður-Ameríku fóru að sverta andlit sín til að líkjast blökkumönnum á 19. öld og nutu sýningar þeirra mikilla vinsælda á meðal hvítra. Sýningarnar gáfu niðrandi mynd af blökkumönnum og eru taldar hafa fest í sess móðgandi og rasískar staðalmyndir af þeim. Uppákoman nú er ekki eina hneykslismálið sem hefur plagað Trudeau í aðdraganda þingkosninga í Kanada sem fara fram þann 21. október. Hefur hann verið sakaður um að hafa skipt sér óeðlilega af spillingarrannsókn á stóru verktakafyrirtæki. Dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans sagði meðal annars af sér í mótmælaskyni. Trudeau hefur því átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum síðasta rúma árið.
Kanada Tengdar fréttir Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00
Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03
Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49