Grænlenskir veiðimenn bitnir í andlitið í átökum við hvítabjörn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2019 23:15 Hvítabirnir geta náð 40 kílómetra hraða á klukkustund á spretti. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen. Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen.
Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30