Ekkert gerist Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. september 2019 08:00 Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Siðanefnd gerir ekki verulegt gagn ef sá einstaklingur sem siða á til tekur ekki mark á úrskurði hennar heldur snýr þóttafullur upp á sig. Siðanefnd Alþingis virðist einmitt vera nefnd af þessu tagi. Hún ályktar en um leið er eins og ekkert hafi gerst, einfaldlega vegna þess að enginn tekur mark á henni. Þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og Bergþór Ólason á víst að verða formaður í umhverfis- og samgöngunefnd. Bæði hafa, samkvæmt úrskurði siðanefndar Alþingis, gerst brotleg gegn siðareglum. Hún vegna ummæla um akstursgreiðslur þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar. Hann vegna ummæla á barnum á Klaustri. Hvorugt þeirra hefur sýnt iðrun vegna orða sinna. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét nýlega bóka það í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hann styddi ekki Þórhildi Sunnu til formennsku í nefndinni, og sagði ástæðuna þá að hún hefði sýnt siðanefnd lítilsvirðingu með viðbrögðum sínum. Í viðtali var Brynjar spurður um formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd. Hann sagði Bergþór hafa beðist velvirðingar og viðurkennt mistök. Brynjar er skarpur maður, alltof skarpur til að láta Klausturþingmennina blekkja sig. Öll gerumst við þó einhvern tímann sek um of mikla trúgirni, og einmitt það kann að hafa hent Brynjar. Skyndilega sér hann ekki það sem blasir þó við, sem sagt það að iðrun Klausturþingmanna var engin, þeim þótti hins vegar mjög miður að upp um þá hefði komist. Ef Klausturþingmenn hefðu séð eftir orðum sínum þá hefðu þeir ekki gripið til forkastanlegra aðgerða gegn öryrkjanum Báru Halldórsdóttur. Þar urðu þeir sjálfum sér til ævarandi minnkunar, ekki síður en á barnum. Þórhildur Sunna og Bergþór iðrast einskis. Þau taka ekki mark á áliti siðanefndar. Hvaða gagn gerir siðanefnd Alþingis ef þingmenn taka ekki nokkurt mark á henni? Þórhildur Sunna sagðist vera ósammála úrskurðinum og hljómaði um leið eins og ráðherra sem hún vill örugglega helst ekki líkjast, sem er Sigríður Á. Andersen. Ekki verður annað séð en að úrskurðir siðanefndar Alþingis hafi engar afleiðingar. Þarna er einungis á ferð enn ein nefndin sem fundar og skilar síðan af sér áliti sem fellur dautt niður. Fall er fararheill, segir á góðum stað, en erfitt er að sjá fyrir sér að siðanefndin muni upp rísa og verða marktæk. Þingmenn sem nefndin mun áminna í framtíðinni þurfa ekki að taka nokkurt mark á úrskurðum. Þeir munu líta í eigin barm og ekki sjá nokkra sök heldur horfa til Þórhildar Sunnu og Bergþórs sem urðu formenn í nefndum stuttu eftir úrskurði siðanefndar. Fyrr á þessu ári sagði Brynjar Níelsson: „Siðanefndin getur haft einhverja skoðun á hlutunum en það gerist ekkert meira. Menn ákveða bara sjálfir hvað þeir gera.“ Hárrétt hjá þingmanni sem lýsti því þá einnig yfir að siðanefnd Alþingis væri alls óþörf. Kollegar hans á þingi hefðu betur hlustað á hann.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun