Lýstu áhyggjum af meðferð skattamála við þingfestingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. september 2019 07:15 Sækjandi, verjandi og dómari ræddu skattamálin vítt og breitt við þingsetningu í héraðsdómi. Fréttablaðið/Stefán Þingfesting í máli Andrésar Kristins Konráðssonar, sem ákærður er fyrir skattalagabrot, tók óvænta stefnu þegar til frjálslegra skoðanaskipta kom milli sækjanda, verjanda og dómara um stöðu rannsókna- og ákærumeðferða skattalagabrota. Við upphaf þinghalds lét sækjandi málsins þess getið að nýlegur úrskurður ríkisskattstjóra gæti haft áhrif á fjárhæðir í ákæru, ákærða til hagsbóta og til þess gæti komið að gefa þyrfti út aðra ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Andrésar, sagði ljóst að gerður yrði ágreiningur um þennan nýja úrskurð. „Hann verður til meðferðar hjá yfirskattanefnd í 12 mánuði og á sama tíma er málið til meðferðar fyrir dómstólum,“ sagði Gestur og lét fylgja þá skoðun sína að það væri allt komið í vitleysu í meðferð þessara skattamála. Vísaði Gestur þar til nýlegra dóma sem fallið hafa gegn Íslandi í Mannréttindadómstól Evrópu um brot gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um bann við endurtekinni refsingu fyrir sama brot. Dómarinn, Guðjón St. Marteinsson, lét þess getið að það fari orðið allir fram á frávísun í þessum málum. Farið hefði verið fram á frávísun í fjórum slíkum málum í vikunni og fimm mál sem biðu þingfestingar lyktuðu af frávísunarkröfum. Gestur upplýsti að enn eitt málið væri komið til efnismeðferðar hjá MDE og fullyrti að ríkislögmanni hefði nýverið borist bréf frá MDE þar sem því væri beint til stjórnvalda að reyna að ná sáttum í máli Braga Kristjánssonar. Lýsti Gestur því viðhorfi að stjórnvöld yrðu að fara að bregðast við með einhverri línu í þessum málum. Dómarinn tók að nokkru undir áhyggjur verjandans af stöðunni. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón. Sigríður Árnadóttir, sem sótti þing fyrir ákæruvaldið, sagðist þá hafa heimildir fyrir því að tíðinda væri að vænta frá stjórnvöldum alveg á allra næstu dögum og vísaði til nefndar sem skipuð var skömmu eftir að þriðji áfellisdómurinn kom frá MDE í vor. Dómarinn sagði slík tíðindi hafa verið flutt fyrir löngu og vísaði til nefndar sem skilaði skýrslu árið 2013 þar sem allir helstu embættismenn málaflokksins sammæltust um að breytingar væru óumflýjanlegar og þyldu ekki bið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þá skýrslu var Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um starf þeirrar nefndar sem skipuð var í vor hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Aðspurður segist Ragnar H. Hall, lögmaður Braga Kristjánssonar, bundinn trúnaði um stöðu máls Braga hjá MDE, samkvæmt reglum hjá dómstólnum sem gilda meðan þess er freistað að ná sáttum.Snúið að ná sáttum við Braga Bragi Kristjánsson var sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot, fyrst í héraði árið 2016 eftir að málinu hafði ítrekað verið frestað að beiðni ákærða meðan beðið var niðurstöðu mála sem voru til meðferðar hjá MDE. Málið var að lokum flutt og dæmt þrátt fyrir að niðurstaða væri ekki komin ytra. Dómurinn var svo staðfestur af fullskipuðum sjö manna dómi í Hæstarétti í september 2017. Dómur Hæstaréttar féll nokkrum mánuðum eftir að MDE kvað upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Taldi Hæstiréttur málin ekki sambærileg og sakfelldi Braga. Með vísan til þess að fjölskipaður Hæstiréttur sakfelldi Braga kann ríkislögmanni reynast örðugt að ná sáttum við hann í Strassborg. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Þingfesting í máli Andrésar Kristins Konráðssonar, sem ákærður er fyrir skattalagabrot, tók óvænta stefnu þegar til frjálslegra skoðanaskipta kom milli sækjanda, verjanda og dómara um stöðu rannsókna- og ákærumeðferða skattalagabrota. Við upphaf þinghalds lét sækjandi málsins þess getið að nýlegur úrskurður ríkisskattstjóra gæti haft áhrif á fjárhæðir í ákæru, ákærða til hagsbóta og til þess gæti komið að gefa þyrfti út aðra ákæru. Gestur Jónsson, verjandi Andrésar, sagði ljóst að gerður yrði ágreiningur um þennan nýja úrskurð. „Hann verður til meðferðar hjá yfirskattanefnd í 12 mánuði og á sama tíma er málið til meðferðar fyrir dómstólum,“ sagði Gestur og lét fylgja þá skoðun sína að það væri allt komið í vitleysu í meðferð þessara skattamála. Vísaði Gestur þar til nýlegra dóma sem fallið hafa gegn Íslandi í Mannréttindadómstól Evrópu um brot gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um bann við endurtekinni refsingu fyrir sama brot. Dómarinn, Guðjón St. Marteinsson, lét þess getið að það fari orðið allir fram á frávísun í þessum málum. Farið hefði verið fram á frávísun í fjórum slíkum málum í vikunni og fimm mál sem biðu þingfestingar lyktuðu af frávísunarkröfum. Gestur upplýsti að enn eitt málið væri komið til efnismeðferðar hjá MDE og fullyrti að ríkislögmanni hefði nýverið borist bréf frá MDE þar sem því væri beint til stjórnvalda að reyna að ná sáttum í máli Braga Kristjánssonar. Lýsti Gestur því viðhorfi að stjórnvöld yrðu að fara að bregðast við með einhverri línu í þessum málum. Dómarinn tók að nokkru undir áhyggjur verjandans af stöðunni. „Ég hef engan hitt, hvorki verjanda, sækjanda, né dómara sem telur að þetta sé í lagi,“ sagði Guðjón. Sigríður Árnadóttir, sem sótti þing fyrir ákæruvaldið, sagðist þá hafa heimildir fyrir því að tíðinda væri að vænta frá stjórnvöldum alveg á allra næstu dögum og vísaði til nefndar sem skipuð var skömmu eftir að þriðji áfellisdómurinn kom frá MDE í vor. Dómarinn sagði slík tíðindi hafa verið flutt fyrir löngu og vísaði til nefndar sem skilaði skýrslu árið 2013 þar sem allir helstu embættismenn málaflokksins sammæltust um að breytingar væru óumflýjanlegar og þyldu ekki bið. Meðal þeirra sem skrifuðu undir þá skýrslu var Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um starf þeirrar nefndar sem skipuð var í vor hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Aðspurður segist Ragnar H. Hall, lögmaður Braga Kristjánssonar, bundinn trúnaði um stöðu máls Braga hjá MDE, samkvæmt reglum hjá dómstólnum sem gilda meðan þess er freistað að ná sáttum.Snúið að ná sáttum við Braga Bragi Kristjánsson var sakfelldur fyrir meiriháttar skattalagabrot, fyrst í héraði árið 2016 eftir að málinu hafði ítrekað verið frestað að beiðni ákærða meðan beðið var niðurstöðu mála sem voru til meðferðar hjá MDE. Málið var að lokum flutt og dæmt þrátt fyrir að niðurstaða væri ekki komin ytra. Dómurinn var svo staðfestur af fullskipuðum sjö manna dómi í Hæstarétti í september 2017. Dómur Hæstaréttar féll nokkrum mánuðum eftir að MDE kvað upp dóm í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Taldi Hæstiréttur málin ekki sambærileg og sakfelldi Braga. Með vísan til þess að fjölskipaður Hæstiréttur sakfelldi Braga kann ríkislögmanni reynast örðugt að ná sáttum við hann í Strassborg.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira