Bretinn reynir nú að ná nýjum útgöngusamningi, en þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt að skuldbinda hann til þess að biðja um að Brexit verði frestað hefur forsætisráðuneytið sagst ætla að halda í settan útgöngudag, 31. október, sama þótt það verði án samnings.
Stuttur tími er til stefnu og eru evrópskir leiðtogar sagðir efast um að Johnson ætli í raun að ná samningi.
„Það hafa ekki borist neinar raunverulegar tillögur. Ég get ekki samþykkt hugmyndirnar einar. Við þurfum skriflegar tillögur,“ sagði Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, eftir fund með Johnson.