Gefðu framtíðinni forskot Ketill Berg Magnússon skrifar 12. september 2019 07:00 Við forðumst gjarnan að hugsa og ræða um dauðann. Hann er okkur oftast fjarlægur, alveg þangað til hann bankar upp á. Enn fjarlægari er umræða um ráðstöfun eigna að lífshlaupi loknu. Það gæti hins vegar verið gott að taka umræðuna, ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera og hver vilji okkar er þegar tilvist okkar hér á jörðu lýkur. Erfðagjafir eru vinsæll valkostur víða um heim þó þær séu lítið þekktar á Íslandi. Erfðagjafir felast í að ánafna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til málefnis sem viðkomandi er annt um. Þrátt fyrir að þessi valkostur sé ekki öllum ljós hér á landi berast góðgerðarfélögum árlega fyrirspurnir um hvort hægt sé að ánafna hluta af eignum sínum eftir sinn dag til félaga sem viðkomandi er annt um. Sjö góðgerðafélög hafa því tekið höndum saman til að vekja athygli á erfðagjöfum. Vefsíðan erfðagjafir.is hefur meðal annars verið opnuð auk þess að haldið verður málþing á föstudag kl. 11.30 í IÐNÓ, á alþjóðlegum degi erfðagjafa, sem er öllum opið. Hver og einn getur ánafnað a.m.k. 1/3 af eignum sínum til annars en skylduerfingja (maki og börn) og þeir sem ekki eiga skylduerfingja geta ánafnað öllum sínum eignum til annarra en lögerfingja sinna. Þá gerir nýleg lagabreyting það að verkum að erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanþegnar erfðafjárskatti. Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá og er mælt með að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum. Mikill meirihluti Íslendinga styður við góð málefni á lífsleiðinni og margir þekkja starf góðgerðarfélaga af eigin reynslu. Erfðagjafir geta skipt sköpum fyrir góðgerðarfélög á Íslandi og þær erfðagjafir sem hafa verið gefnar hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt. Að skilja eftir gjöf í erfðaskrá er falleg leið til að styðja málefni sem þér er kært og hafa áhrif til framtíðar. Félögin sem standa að átakinu eru auk Almannaheilla, Blindrafélagið, Krabbameinsfélagið, Rauði krossinn, SOS Barnaþorp, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ketill Berg Magnússon Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við forðumst gjarnan að hugsa og ræða um dauðann. Hann er okkur oftast fjarlægur, alveg þangað til hann bankar upp á. Enn fjarlægari er umræða um ráðstöfun eigna að lífshlaupi loknu. Það gæti hins vegar verið gott að taka umræðuna, ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera og hver vilji okkar er þegar tilvist okkar hér á jörðu lýkur. Erfðagjafir eru vinsæll valkostur víða um heim þó þær séu lítið þekktar á Íslandi. Erfðagjafir felast í að ánafna hluta af eigum sínum eftir sinn dag til málefnis sem viðkomandi er annt um. Þrátt fyrir að þessi valkostur sé ekki öllum ljós hér á landi berast góðgerðarfélögum árlega fyrirspurnir um hvort hægt sé að ánafna hluta af eignum sínum eftir sinn dag til félaga sem viðkomandi er annt um. Sjö góðgerðafélög hafa því tekið höndum saman til að vekja athygli á erfðagjöfum. Vefsíðan erfðagjafir.is hefur meðal annars verið opnuð auk þess að haldið verður málþing á föstudag kl. 11.30 í IÐNÓ, á alþjóðlegum degi erfðagjafa, sem er öllum opið. Hver og einn getur ánafnað a.m.k. 1/3 af eignum sínum til annars en skylduerfingja (maki og börn) og þeir sem ekki eiga skylduerfingja geta ánafnað öllum sínum eignum til annarra en lögerfingja sinna. Þá gerir nýleg lagabreyting það að verkum að erfðagjafir til góðgerðarfélaga eru undanþegnar erfðafjárskatti. Til þess að gefa erfðagjöf er nauðsynlegt að gera erfðaskrá og er mælt með að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár til að gengið sé úr skugga um að hún sé gild samkvæmt lögum. Mikill meirihluti Íslendinga styður við góð málefni á lífsleiðinni og margir þekkja starf góðgerðarfélaga af eigin reynslu. Erfðagjafir geta skipt sköpum fyrir góðgerðarfélög á Íslandi og þær erfðagjafir sem hafa verið gefnar hafa nýst á fjölbreyttan og mikilvægan hátt. Að skilja eftir gjöf í erfðaskrá er falleg leið til að styðja málefni sem þér er kært og hafa áhrif til framtíðar. Félögin sem standa að átakinu eru auk Almannaheilla, Blindrafélagið, Krabbameinsfélagið, Rauði krossinn, SOS Barnaþorp, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar