Loftárásir Bandaríkjamanna, Rússa og Sýrlandshers taldar stríðsglæpir Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2019 10:56 Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Vísir/EPA Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum. Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna telja að herir Bandaríkjanna, Rússlands og Sýrlandsstjórnar geti hafa gerst sekir um stríðsglæpi með loftárásum sínum í Sýrlandi síðasta árið. Árásirnar hafi verið gerðar án viðeigandi varúðarráðstafana og sumar þeirra hafi beinst að sjúkrahúsum og skólum. Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna um Sýrland var kynnt í dag. Rannsakendurnir segja að loftárásir bandalagshersins undir forystu Bandaríkjanna hafi fellt eða sært fjölda óbreyttra borgara. Þær hafi verið gerðar án nauðsynlegra varúðarráðstafana og þær geti talist stríðsglæpir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar vísar rannsóknarnefndinn sérstaklega til aðgerða bandalagshersins til að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams út úr síðasta vígi sínu Hajin í austurhluta Sýrlands í desember. Talið er að sextán óbreyttir borgarar, þar af tólf börn, hafi fallið í loftárásum bandalagshersins nærri Hajin 3. janúar. „Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að gild ástæða sé til að telja að alþjóðlegi bandalagsherinn hafi ekki beint árásum sínum að ákveðnum hernaðarlegum skotmörkum eða hafi ekki gætt nægilegrar varúðar við það,“ segir í skýrslunni. Þá saka skýrsluhöfundar stjórnarher Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa um að hafa ráðist á sjúkrahús, skóla, markaði og ræktarland. Þannig hafi þeir sömuleiðis framið stríðsglæpi. Að minnsta kosti átta óbreyttir borgarar hafi fallið þegar hersveitir hliðhollar Assad skutu flugskeytum á fiskmarkað og stúlknaskóla í Jisr al-Shughur 14. maí. Stríðið í Sýrlandi hefur nú geisað í rúm átta ár. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna nær til eins árs, fram að júlí á þessu ári og er sögð byggjast á viðtölum við hátt í þrjú hundruð manns og greiningu á gervihnattamyndum, ljósmyndum og myndböndum.
Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Tengdar fréttir Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30 Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir valdamestu þjóðir heims fyrir tómlæti gagnvart mannskæðum loftárásum í Sýrlandi. Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. 30. júlí 2019 10:30
Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum. 5. september 2019 08:00