Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa ekki staðfest yfirlýsingar Húta.
Yahiya Sarea, ofursti í liði Húta, sagði einnig að handsömuðu hermennirnir yrðu leiddir fyrir myndavélar á morgun.
Hann sagði einnig að árásin hefði hafist fyrir þremur sólarhringum og að um umfangsmestu hernaðaraðgerð Húta væri að ræða og að þeir hefðu sömuleiðis hertekið hundruð skriðdreka og brynvarðra farartækja.
Reuters fréttaveitan segir bandalag Sáda hafa á undanförnum vikum hafi sókn í Saada-héraði í Jemen. Hin auknu átök í landinu gætu gert viðleitni Sameinuðu þjóðanna til stofna til friðar erfiðari.