Bróðir samfélagsmiðlastjörnu dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 19:33 Qandeel Baloch naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu, Pakistan. Vísir/Getty Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á systur sinni. Málið hefur vakið mikinn óhug í Pakistan og víðar. Baloch var 26 ára þegar hún fannst látin á heimili sínu í grennd við borgina Multan í Pakistan árið 2016. Henni hafði verið byrluð ólyfjan og hún svo kyrkt til bana. Morðið var framið skömmu eftir að Baloch birti djarfar myndir af sér á Facebook með Mufti Abdul Quawi, þekktum íslömskum klerki. Mohammed Wasim Azeem, bróðir Baloch, var handtekinn og játaði strax á sig verknaðinn. Hann lýsti því yfir að hann sæi ekki eftir neinu og hefði „að sjálfsögðu“ myrt hana. Þá hefði hegðun systur hans verið „óþolandi“. Klerkurinn Quawi var handtekinn grunaður um aðild að morðinu en faðir Bolach og Azeem kenndi honum um að hafa hvatt til voðaverksins. Quawi var sýknaður af ákærum í tengslum við málið í dag ásamt þremur öðrum mönnum. Bolach ólst upp við mikla fátækt og síðar gróft heimilisofbeldi af hendi eiginmanns síns, sem hún náði þó að flýja. Hún naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum í Pakistan fyrir ögrandi myndir og myndbönd, þar sem til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Hún starfaði einnig sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Í frétt Guardian um málið segir að nær þúsund pakistanskar konur séu myrtar af náskyldum fjölskyldumeðlimi á ári hverju. Um er að ræða svokölluð „heiðursmorð“ (e. honor killings) sem töluvert hefur verið fjallað um síðustu misseri. Pakistan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á systur sinni. Málið hefur vakið mikinn óhug í Pakistan og víðar. Baloch var 26 ára þegar hún fannst látin á heimili sínu í grennd við borgina Multan í Pakistan árið 2016. Henni hafði verið byrluð ólyfjan og hún svo kyrkt til bana. Morðið var framið skömmu eftir að Baloch birti djarfar myndir af sér á Facebook með Mufti Abdul Quawi, þekktum íslömskum klerki. Mohammed Wasim Azeem, bróðir Baloch, var handtekinn og játaði strax á sig verknaðinn. Hann lýsti því yfir að hann sæi ekki eftir neinu og hefði „að sjálfsögðu“ myrt hana. Þá hefði hegðun systur hans verið „óþolandi“. Klerkurinn Quawi var handtekinn grunaður um aðild að morðinu en faðir Bolach og Azeem kenndi honum um að hafa hvatt til voðaverksins. Quawi var sýknaður af ákærum í tengslum við málið í dag ásamt þremur öðrum mönnum. Bolach ólst upp við mikla fátækt og síðar gróft heimilisofbeldi af hendi eiginmanns síns, sem hún náði þó að flýja. Hún naut töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum í Pakistan fyrir ögrandi myndir og myndbönd, þar sem til dæmis mátti sjá hana stunda líkamsrækt eða fáklædda í sundlaug. Hún starfaði einnig sem fyrirsæta og mætti oft í viðtöl í sjónvarpi. Í frétt Guardian um málið segir að nær þúsund pakistanskar konur séu myrtar af náskyldum fjölskyldumeðlimi á ári hverju. Um er að ræða svokölluð „heiðursmorð“ (e. honor killings) sem töluvert hefur verið fjallað um síðustu misseri.
Pakistan Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Internetstjarna í Pakistan myrt af bróður sínum Samfélagsmiðlastjarnan Quandeel Baloch fannst myrt á fjölskylduheimili sínu í Punjab í morgun. 16. júlí 2016 23:21