Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 17:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans, eru að dusta rykið af leikbókinni sem notuð var til að verja forsetann gegn rannsókn Robert Mueller, fyrrverandi sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þrýstingurinn á forsetann hefur aukist til muna og þá með miklum hraða á síðustu dögum í tengslum við símtal hans og Voldymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Í kjölfarið ákváðu Demókratar á þingi að hefja formlegt ákæruferli á hendur Trump fyrir embættisbrot. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs kom hraði vendinga í Washington Trump-liðum á óvart.Sjá einnig: Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og ZelenskyÍ stuttu máli er hægt að skilgreina vörnina í nokkrum liðum: Að grafa undan embættismönnum sem koma að málinu. Senda Rudy Giuliani, einkalögmann Trump, og aðra bandamenn hans í fjölmiðla til að gera atburðarrásina, einstök atriði hennar og staðreyndir óskýrari. Svo treystir forsetinn á þingmenn Repúblikanaflokksins, og þá sérstaklega þá á öldungadeildinni, til að skýla honum.Þar að auki snúast varnir Trump að miklu leyti um gagnárásir hann á þá sem herja á hann. Bæði í fjölmiðlum og á Twitter. Með þessu vilja Trump-liðar tryggja stuðning grunn-stuðningsmanna Trump í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári.Nornaveiðarnar byrjaðar aftur Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, „það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og „þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. AP fréttaveitan segir Hvíta húsið skorta þá skipulagningu og aga sem þurfi til að berjast gegn ákæru fyrir embættisbrot. Þar að auki séu starfsmenn þreyttir og niðurlútir eftir rannsókn Mueller. Þegar Bill Clinton, fyrrverandi forseti, var ákærður á sínum tíma var hópur reyndra lögmanna í Hvíta húsinu og fjöldi upplýsingafulltrúa sem allir komu að vörnum Clinton. Staða Hvíta hússins nú er ekki sambærileg. Þá óttast bandamenn Trump að hann og teymi hans einblíni of mikið á pólitískar deilur í tengslum við uppljóstrarakvörtunina svokölluðu en ekki hættur rannsókna Demókrata og mögulegrar ákæru fyrir embættisbrot.Taldi kæru hagnast sér Um mánaðabil stóð Trump í þeirri trú að hann myndi hagnast á ákæru fyrir embættisbrot og hefur hann meðal annars vísað til þess að Demókrataflokkurinn jók fylgi sitt þegar Clinton var ákærður. Þar að auki þykist hann viss um að öldungadeild þingsins muni ekki víkja honum úr embætti en til þess þarf tvo þriðju þingmanna. Repúblikanar eru með nauman meirihluta á öldungadeildinni. Politico segir Trump þó hafa byrjað að líta málið alvarlegri augum þegar leið á vikuna og þegar hann og aðstoðarmenn hans áttuðu sig á þeim hraða sem málið hefur náð.Í fyrstu taldi Trump að gagnsæi hans með birtingu uppskriftar af símtali hans og Zelenski myndi hjálpa til þó starfsmenn hans óttuðust að það myndi hafa öfug áhrif. Sem það virðist hafa gert. Þá hefur miðillinn eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum Trump að þeir óttist að hann muni versna í skapi við aðgerðir Demókrata og ekki geta einbeitt sér að stjórn Bandaríkjanna og kosningabaráttunni. Vísa þeir til þess hve mikið Mueller og rannsókn hans fangaði athygli forsetans. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans, eru að dusta rykið af leikbókinni sem notuð var til að verja forsetann gegn rannsókn Robert Mueller, fyrrverandi sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þrýstingurinn á forsetann hefur aukist til muna og þá með miklum hraða á síðustu dögum í tengslum við símtal hans og Voldymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Í kjölfarið ákváðu Demókratar á þingi að hefja formlegt ákæruferli á hendur Trump fyrir embættisbrot. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs kom hraði vendinga í Washington Trump-liðum á óvart.Sjá einnig: Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og ZelenskyÍ stuttu máli er hægt að skilgreina vörnina í nokkrum liðum: Að grafa undan embættismönnum sem koma að málinu. Senda Rudy Giuliani, einkalögmann Trump, og aðra bandamenn hans í fjölmiðla til að gera atburðarrásina, einstök atriði hennar og staðreyndir óskýrari. Svo treystir forsetinn á þingmenn Repúblikanaflokksins, og þá sérstaklega þá á öldungadeildinni, til að skýla honum.Þar að auki snúast varnir Trump að miklu leyti um gagnárásir hann á þá sem herja á hann. Bæði í fjölmiðlum og á Twitter. Með þessu vilja Trump-liðar tryggja stuðning grunn-stuðningsmanna Trump í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári.Nornaveiðarnar byrjaðar aftur Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, „það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og „þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. AP fréttaveitan segir Hvíta húsið skorta þá skipulagningu og aga sem þurfi til að berjast gegn ákæru fyrir embættisbrot. Þar að auki séu starfsmenn þreyttir og niðurlútir eftir rannsókn Mueller. Þegar Bill Clinton, fyrrverandi forseti, var ákærður á sínum tíma var hópur reyndra lögmanna í Hvíta húsinu og fjöldi upplýsingafulltrúa sem allir komu að vörnum Clinton. Staða Hvíta hússins nú er ekki sambærileg. Þá óttast bandamenn Trump að hann og teymi hans einblíni of mikið á pólitískar deilur í tengslum við uppljóstrarakvörtunina svokölluðu en ekki hættur rannsókna Demókrata og mögulegrar ákæru fyrir embættisbrot.Taldi kæru hagnast sér Um mánaðabil stóð Trump í þeirri trú að hann myndi hagnast á ákæru fyrir embættisbrot og hefur hann meðal annars vísað til þess að Demókrataflokkurinn jók fylgi sitt þegar Clinton var ákærður. Þar að auki þykist hann viss um að öldungadeild þingsins muni ekki víkja honum úr embætti en til þess þarf tvo þriðju þingmanna. Repúblikanar eru með nauman meirihluta á öldungadeildinni. Politico segir Trump þó hafa byrjað að líta málið alvarlegri augum þegar leið á vikuna og þegar hann og aðstoðarmenn hans áttuðu sig á þeim hraða sem málið hefur náð.Í fyrstu taldi Trump að gagnsæi hans með birtingu uppskriftar af símtali hans og Zelenski myndi hjálpa til þó starfsmenn hans óttuðust að það myndi hafa öfug áhrif. Sem það virðist hafa gert. Þá hefur miðillinn eftir aðstoðarmönnum og bandamönnum Trump að þeir óttist að hann muni versna í skapi við aðgerðir Demókrata og ekki geta einbeitt sér að stjórn Bandaríkjanna og kosningabaráttunni. Vísa þeir til þess hve mikið Mueller og rannsókn hans fangaði athygli forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30 Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Reyndu að fela upplýsingar um símtal Trump og Zelensky Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur birt svokallaða uppljóstrarakvörtun sem leitt hefur til þess að Demókratar á þingi hafa hafið formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 26. september 2019 13:27
Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16
Trump ræðst á heimildarmenn uppljóstrarans og segir að njósnurum hafi verið refsað í gamla daga Starfsmönnum fastanefndar Bandaríkjanna hjá SÞ er sagt hafa brugðið þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði við þá að sá sem veitti uppljóstraranum sem kvartaði undan símtali forsetans við Úkraínuforseta upplýsingar um símtalið væri nálægt því að vera njósnari. 26. september 2019 23:30
Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta. 26. september 2019 20:00
Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22