Sagður hafa hótað því að segja af sér fái hann ekki lausan tauminn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2019 23:30 Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), tók við embætti í síðasta mánuði. Vísir/Getty Starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar er sagður hafa hótað að segja af sér vegna tilmæla Trump-stjórnarinnar um að hann haldi þétt að sér spilunum þegar hann kemur fyrir bandaríska þingið á morgun. Þetta hefur bandaríska dagblaðið Washington Post eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum, sem sagðir eru kunnugir málinu.Sjá einnig: Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Í frétt blaðsins er Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), sagður hafa varað Hvíta húsið við því að hann myndi ekki sitja á upplýsingum þegar hann kemur fyrir þingnefndir Bandaríkjaþings á morgun. Þar verður Maguire spurður út í kvörtun uppljóstrara sem barst leyniþjónustunni um umdeilt símtal Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Volodymyr Selenskíj, forseta Úkraínu. Washington Post segir hótun Maguire endurpegla hina „mögnuðu spennu“ á milli þess fyrrnefnda og Hvíta hússins vegna málsins, sem leitt hefur til þess að formleg rannsókn er hafin á því hvort Trump hafi framið embættisbrot í starfi. Maguire, sem tók við embættinu í síðasta mánuði, hafnar því þó að hafa nokkurn tímann íhugað að segja af sér. „Ég hef ekki hætt við neitt á ævinni og mun ekki byrja á því núna,“ segir í yfirlýsingu hans vegna málsins. Hvíta húsið vísar frétt Washington Post einnig á bug. Blaðið stendur enn við fréttaflutning sinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Maguire og ríkisstjórnarinnar.This is actually not true. And we would have gone on the record to say that if the @washingtonpost had given us more than 6 minutes (literally) to respond. https://t.co/5EBnBlShbK— Stephanie Grisham (@PressSec) September 25, 2019 Samskipti Trump við Selenskíj komust í hámæli eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Maguire hefði neitað að afhenda þinginu kvörtun uppljóstrarans. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi.endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift af símtali Trumps og Selenskíj. Í uppskriftinni kemur fram að Trump hafi beðið Úkraínumanninn að rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden. Uppástunguna bar Trump upp í beinu framhaldi af umræðum um hernaðaraðstoð við Úkraínu. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun uppljóstrarans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar er sagður hafa hótað að segja af sér vegna tilmæla Trump-stjórnarinnar um að hann haldi þétt að sér spilunum þegar hann kemur fyrir bandaríska þingið á morgun. Þetta hefur bandaríska dagblaðið Washington Post eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum, sem sagðir eru kunnugir málinu.Sjá einnig: Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Í frétt blaðsins er Joseph Maguire, starfandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), sagður hafa varað Hvíta húsið við því að hann myndi ekki sitja á upplýsingum þegar hann kemur fyrir þingnefndir Bandaríkjaþings á morgun. Þar verður Maguire spurður út í kvörtun uppljóstrara sem barst leyniþjónustunni um umdeilt símtal Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Volodymyr Selenskíj, forseta Úkraínu. Washington Post segir hótun Maguire endurpegla hina „mögnuðu spennu“ á milli þess fyrrnefnda og Hvíta hússins vegna málsins, sem leitt hefur til þess að formleg rannsókn er hafin á því hvort Trump hafi framið embættisbrot í starfi. Maguire, sem tók við embættinu í síðasta mánuði, hafnar því þó að hafa nokkurn tímann íhugað að segja af sér. „Ég hef ekki hætt við neitt á ævinni og mun ekki byrja á því núna,“ segir í yfirlýsingu hans vegna málsins. Hvíta húsið vísar frétt Washington Post einnig á bug. Blaðið stendur enn við fréttaflutning sinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Maguire og ríkisstjórnarinnar.This is actually not true. And we would have gone on the record to say that if the @washingtonpost had given us more than 6 minutes (literally) to respond. https://t.co/5EBnBlShbK— Stephanie Grisham (@PressSec) September 25, 2019 Samskipti Trump við Selenskíj komust í hámæli eftir að fréttir bárust af því í síðustu viku að Maguire hefði neitað að afhenda þinginu kvörtun uppljóstrarans. Innri endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi.endurskoðandi leyniþjónustunnar taldi kvörtunina trúverðuga og áríðandi. Bandaríska forsetaembættið birti í dag uppskrift af símtali Trumps og Selenskíj. Í uppskriftinni kemur fram að Trump hafi beðið Úkraínumanninn að rannsaka Joe Biden, einn sigurstranglegasta frambjóðandann í prófkjöri Demókrata fyrir næstu forsetakosningar, og störf sonar hans, Hunter Biden. Uppástunguna bar Trump upp í beinu framhaldi af umræðum um hernaðaraðstoð við Úkraínu. Öldungadeildin samþykkti einróma í nótt að kalla eftir óritskoðaðri kvörtun uppljóstrarans. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Demókratar hafa meirihluta, sagði svo í gær frá því að þingið myndi rannsaka hvort Trump hafi framið embættisbrot og er Úkraínumálið kornið sem fyllir mælinn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53 Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42 Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33 Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Segir Trump hafa hagað sér eins og mafíósi Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins, segir gróft upprit Hvíta hússins af samtali Donald Trump, forseta, og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, sýna Trump hafa hagað sér eins og mafíósi. 25. september 2019 16:53
Fóru ítarlega yfir "Úkraínu-Gate“ Þáttastjórnendur Bandaríkjanna gerðu stólpagrín að nýjustu vendinum í pólitíkinni í Bandaríkjunum. 25. september 2019 10:42
Trump bað Zelensky um að rannsaka Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að starfa með William Barr, dómsmálaráðherra, og Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, til að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans. 25. september 2019 14:33
Símtal Trumps sagt skýrt dæmi um embættisbrot Bandaríkjaforseti birti í dag uppskrift af símtali við forseta Úkraínu. 25. september 2019 18:45