Erlent

Þrír nýir geimfarar á leið til geimstöðvarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Um er að ræða þau Jessica Meir, frá NASA, Hazzaa Ali Almansoori, fyrsta geimfara Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og Oleg Skripochka, frá Roscosmos.
Um er að ræða þau Jessica Meir, frá NASA, Hazzaa Ali Almansoori, fyrsta geimfara Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og Oleg Skripochka, frá Roscosmos. AP/Maxim Shipenkov
Þrír geimfarar eru nú á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Baikonur í Kasakstan. Um er að ræða þau Jessica Meir, frá NASA, Hazzaa Ali Almansoori, fyrsta geimfara Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og Oleg Skripochka, frá Roscosmos. Nú þegar eru sex geimfarar um borð í geimstöðinni en þrír þeirra munu snúa heim þann 3. október.

Geimfararnir eru nú á sporbraut um jörðina en munu tengjast geimstöðinni í kvöld. Almansoori mun þó ekki vera lengi um borð í geimstöðinni en hann er einn þeirra sem snýr aftur til jarðarinnar í næsta mánuði. Auk hans snúa þeir Nick Hague og Alexey Ocvhinin aftur. Bæði Hague og Ocvhinin munu þá hafa verið í rúmlega 200 daga í geimnum.

Áhafnarmeðlimirnir munu halda áfram að vinna að hundruð tilrauna og viðhalda geimstöðinni.

Hér á vef NASA má finna ýmsar upplýsingar um geimstöðina, áhöfn hennar og skoða myndir og myndbönd. Hér að neðan má svo sjá mynd sem Christina Koch tók úr geimstöðinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×