Trump bregst ókvæða við formlegri rannsókn um embættisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 21:43 Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með ræðu Donald Trump. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Pelosi tilkynnti fyrr í kvöld að fulltrúadeildin myndi hefja rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Í kjölfar yfirlýsingar Pelosi, sem sýnd var í beinni útsendingu, hélt Trump á Twitter þar sem hann lét vaða á demókrata vegna málsins.„Svo mikilvægur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo mikil vinna og svo mikill árangur, og Demókratarnir þurfa að skemma og niðra hann með því meira af brjótandi Nornaveiðarusli. Svo slæmt fyrir þjóðina,“ skrifar Trump.Such an important day at the United Nations, so much work and so much success, and the Democrats purposely had to ruin and demean it with more breaking news Witch Hunt garbage. So bad for our Country! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Trump hafði þangað til í dag ekki viljað gefa út nákvæmlega hvað fór á milli hans og Selenskíj en fyrr í dag heimilaði hann að afrit af samtalinu yrði gefið út.Mun það koma fyrir sjónir almennings á morgun.„Þeir hafa ekki einu sinni séð afrit af símtalinu. Algjörar nornaveiðar,“ skrifar Trump og bætir reyndar um betur. „FORSETALEG ÁREITNI“They never even saw the transcript of the call. A total Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019PRESIDENTIAL HARASSMENT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Fjórði forsetinn sem þingið rannsakar fyrir möguleg embættisbrot Öldungardeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem farið er fram á það við Hvíta húsið að þingið fái afrit af kvörtun sem uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram vegna símtalsins. Kvörtunin er það sem kom málinu af stað.Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna um aðhefja hið formlega ferli sem gæti á endanumleitt til þess að Trump fari úr embætti, verði hann ákærður og fundinn sekur um að hafa framið embættisbrot. Aðeins tveir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið formlega ákærðir. Andrew Johnson og Bill Clinton. Clinton var sýknaður en ekki náðist tilskyldur meirihluti á Bandaríkjaþingi til að sakfella Johnson. Báðir sátu því áfram í embætti.Bandaríkjaþing hóf einnig formlegt ferli til þess að rannsaka hvort að Richard Nixon hafði gerst sekur um embættisbrot, en hann sagði af sér embætti árið 1974, áður en að formleg ákvörðun um hvort ákæra ætti hann var tekin. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist vera allt annað en ánægður með yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að fulltrúadeildin muni hefja formlega rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot í starfi.Pelosi tilkynnti fyrr í kvöld að fulltrúadeildin myndi hefja rannsókn á því hvort að Trump hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Í kjölfar yfirlýsingar Pelosi, sem sýnd var í beinni útsendingu, hélt Trump á Twitter þar sem hann lét vaða á demókrata vegna málsins.„Svo mikilvægur dagur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo mikil vinna og svo mikill árangur, og Demókratarnir þurfa að skemma og niðra hann með því meira af brjótandi Nornaveiðarusli. Svo slæmt fyrir þjóðina,“ skrifar Trump.Such an important day at the United Nations, so much work and so much success, and the Democrats purposely had to ruin and demean it with more breaking news Witch Hunt garbage. So bad for our Country! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Trump hafði þangað til í dag ekki viljað gefa út nákvæmlega hvað fór á milli hans og Selenskíj en fyrr í dag heimilaði hann að afrit af samtalinu yrði gefið út.Mun það koma fyrir sjónir almennings á morgun.„Þeir hafa ekki einu sinni séð afrit af símtalinu. Algjörar nornaveiðar,“ skrifar Trump og bætir reyndar um betur. „FORSETALEG ÁREITNI“They never even saw the transcript of the call. A total Witch Hunt! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019PRESIDENTIAL HARASSMENT! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019 Fjórði forsetinn sem þingið rannsakar fyrir möguleg embættisbrot Öldungardeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar hafa meirihluta, samþykkti samhljóða í kvöld ályktun þar sem farið er fram á það við Hvíta húsið að þingið fái afrit af kvörtun sem uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram vegna símtalsins. Kvörtunin er það sem kom málinu af stað.Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting samflokksmanna sinna um aðhefja hið formlega ferli sem gæti á endanumleitt til þess að Trump fari úr embætti, verði hann ákærður og fundinn sekur um að hafa framið embættisbrot. Aðeins tveir forsetar í sögu Bandaríkjanna hafa verið formlega ákærðir. Andrew Johnson og Bill Clinton. Clinton var sýknaður en ekki náðist tilskyldur meirihluti á Bandaríkjaþingi til að sakfella Johnson. Báðir sátu því áfram í embætti.Bandaríkjaþing hóf einnig formlegt ferli til þess að rannsaka hvort að Richard Nixon hafði gerst sekur um embættisbrot, en hann sagði af sér embætti árið 1974, áður en að formleg ákvörðun um hvort ákæra ætti hann var tekin.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að skipuð verði sérstök nefnd sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. 24. september 2019 21:06
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent