Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda drepinn í aðgerðum Bandaríkjanna og Afganistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 18:51 Asim Umar var að sögn drepinn í aðgerðum bandarískra og afganskra hersveita í síðasta mánuði. getty/Scott Nelson/twitter/NDS Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda var drepinn í sameiginlegri hernaðaraðgerð Afganistan og Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þetta segir í tilkynningu frá leyniþjónustu Afganistan (NDS). Asim Umar, æðsti leiðtogi al-Qaeda í suð-vestur Asíu (AQIS) var drepinn þegar hersveitir Afganistan og Bandaríkjanna réðust inn í búðir Talíbana í Helmand héraðinu þann 23. september síðastliðinn. Minnst fjörutíu almennir borgarar dóu í sömu árásinni. Hvorki Bandaríkin né al-Qaeda hafa staðfest andlát Umar. NDS sagði frá árásinni á Twitter á þriðjudag og sagði árásina hafa verið gerða í samstarfi við Bandaríkin en bæði Umar og aðrir meðlimir AQIS hafi verið í felum í búðunum.1/2: BREAKING: #NDS can now confirm the death of Asim Omar, leader of #Al_Qaeda in the #Indian Subcontinent (AQIS), in a joint US-Afghan raid on a Taliban compound in Musa Qala district of Helmand province on Sep. 23. pic.twitter.com/sFKi38M6MC — NDS Afghanistan (@NDSAfghanistan) October 8, 2019 Þá sagði í yfirlýsingunni að sex aðrir meðlimir AQIS hafi verið drepnir og hafi flestir þeirra verið Pakistanar. Abu Raihan, sem sagður er hafa verið tengiliður Umar við Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Qaeda, er einn þeirra sem er sagður hafa dáið. NDS birti einnig myndir af Uma, bæði lifandi og dánum, með tilkynningunni. Engar frekari upplýsingar um árásina hafa verið birtar og enn hefur ekki verið greint frá því hvað varð um líkin eftir árásina. Það að háttsettur leiðtogi í al-Qaeda hafi verið í búðum Talíbana hefur vakið upp spurningar hvort Talíbönum sé alvara að vera tilbúnir að hætta samskiptum við jíhadista, en Talíbanar eru í friðarviðræðum við Bandaríkin. Friðarviðræðurnar milli Talíbana og Bandaríkjanna virtust ganga vel þar til Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sleit viðræðum í síðasta mánuði. Ef samkomulagið hefði verið samþykkt hefðu bandarískar hersveitir yfirgefið Afganistan en í staðin áttu Talíbanar að hætta öllum samskiptum við al-Qaeda. Talíbanar hafa háð blóðuga baráttu gegn afgönsku ríkisstjórninni og erlendum hersveitum síðan 2001 og stjórna Talíbanar nú hluta landsins. Bandaríkin hófu stríð í Afganistan eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tvíburaturnana þann 9. september árið 2001 vegna þess að Talíbanar, sem stjórnuðu landinu þá, neituðu að framselja þáverandi leiðtoga al-Qaeda, Osama Bin Laden. Yfirvöld í Helmand hafa staðfest að margir almennir borgarar hafi dáið í árásinni en þeir hafi verið viðstaddir brúðkaupi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er verið að rannsaka dauðsföll almennu borgaranna. Þeir hafa þá ýjað að því að flestir almennra borgara hafi látist í öðrum sprengingum eða þegar sjálfsmorðssprengjumenn hlupu inn í mannfjöldann. Bæði bandarískar- og afganskar hersveitir hafa sakað Talíbana um að nota almenna borgara sem skildi. Umar hefur verið leiðtogi AQIS síðan í september 2014. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Einn æðsti leiðtogi al-Qaeda var drepinn í sameiginlegri hernaðaraðgerð Afganistan og Bandaríkjanna í síðasta mánuði. Þetta segir í tilkynningu frá leyniþjónustu Afganistan (NDS). Asim Umar, æðsti leiðtogi al-Qaeda í suð-vestur Asíu (AQIS) var drepinn þegar hersveitir Afganistan og Bandaríkjanna réðust inn í búðir Talíbana í Helmand héraðinu þann 23. september síðastliðinn. Minnst fjörutíu almennir borgarar dóu í sömu árásinni. Hvorki Bandaríkin né al-Qaeda hafa staðfest andlát Umar. NDS sagði frá árásinni á Twitter á þriðjudag og sagði árásina hafa verið gerða í samstarfi við Bandaríkin en bæði Umar og aðrir meðlimir AQIS hafi verið í felum í búðunum.1/2: BREAKING: #NDS can now confirm the death of Asim Omar, leader of #Al_Qaeda in the #Indian Subcontinent (AQIS), in a joint US-Afghan raid on a Taliban compound in Musa Qala district of Helmand province on Sep. 23. pic.twitter.com/sFKi38M6MC — NDS Afghanistan (@NDSAfghanistan) October 8, 2019 Þá sagði í yfirlýsingunni að sex aðrir meðlimir AQIS hafi verið drepnir og hafi flestir þeirra verið Pakistanar. Abu Raihan, sem sagður er hafa verið tengiliður Umar við Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Qaeda, er einn þeirra sem er sagður hafa dáið. NDS birti einnig myndir af Uma, bæði lifandi og dánum, með tilkynningunni. Engar frekari upplýsingar um árásina hafa verið birtar og enn hefur ekki verið greint frá því hvað varð um líkin eftir árásina. Það að háttsettur leiðtogi í al-Qaeda hafi verið í búðum Talíbana hefur vakið upp spurningar hvort Talíbönum sé alvara að vera tilbúnir að hætta samskiptum við jíhadista, en Talíbanar eru í friðarviðræðum við Bandaríkin. Friðarviðræðurnar milli Talíbana og Bandaríkjanna virtust ganga vel þar til Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sleit viðræðum í síðasta mánuði. Ef samkomulagið hefði verið samþykkt hefðu bandarískar hersveitir yfirgefið Afganistan en í staðin áttu Talíbanar að hætta öllum samskiptum við al-Qaeda. Talíbanar hafa háð blóðuga baráttu gegn afgönsku ríkisstjórninni og erlendum hersveitum síðan 2001 og stjórna Talíbanar nú hluta landsins. Bandaríkin hófu stríð í Afganistan eftir hryðjuverkaárásina sem gerð var á tvíburaturnana þann 9. september árið 2001 vegna þess að Talíbanar, sem stjórnuðu landinu þá, neituðu að framselja þáverandi leiðtoga al-Qaeda, Osama Bin Laden. Yfirvöld í Helmand hafa staðfest að margir almennir borgarar hafi dáið í árásinni en þeir hafi verið viðstaddir brúðkaupi á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Bandaríkjunum er verið að rannsaka dauðsföll almennu borgaranna. Þeir hafa þá ýjað að því að flestir almennra borgara hafi látist í öðrum sprengingum eða þegar sjálfsmorðssprengjumenn hlupu inn í mannfjöldann. Bæði bandarískar- og afganskar hersveitir hafa sakað Talíbana um að nota almenna borgara sem skildi. Umar hefur verið leiðtogi AQIS síðan í september 2014.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira