Tvöfaldur vandi mannkynsins Böðvar Jónsson skrifar 8. október 2019 14:41 Þegar horft er til stöðu mannkynsins í dag blasir við tvíþættur vandi. Annars vegar loftslags- og umhverfisváin og hins vegar sú staðreynd að enn eru við lýði styrjaldir, borgarastyrjaldir grimmilegri og óhugnanlegri en áður hefur sést og hryllingsverkin oft og tíðum í beinni útsendingu. Á þessu virðist ekkert lát og nú virðist í uppsiglingu enn ein stríðsátökin, innrás inn í Sýrland, ákveðin af tveimur þjóðarleitogum án samráðs við þing sín og þjóðir. Átök sem munu að venju leiða til ómældra þjáninga og mannfalls almennra borgara meðal Kúrda. Í þessu sambandi vil ég benda á greinina „Veruleiki Kúrda“ á Vísir.is. Stríðsrekstur í heiminum er vissulega ógn við mannkynið eftir að stórveldin komu sér upp birgðum gereyðingarvopna sem dygðu til að tortíma mannkyninu mörgum sinnum. Blessunarlega hefur enginn leiðtogi þessara kjarnokuvelda látið verða af því að nýta þessar vopnabirgðir. Mannkynið á að baki ótölulegan fjölda borgarastyrjalda og tvær heimsstyrjaldir en hefur lifað þetta af með þeim hræðilegu þjáningum sem af þessu brjálæði leiddi. Þegar kemur að loftslags- og umhverfisvánni sem skyndilega birtist okkur svo alvarleg og að okkur óviðbúnum þá er kannski aðeins hluti mannkynsins sem viðurkennir hættuna sem steðjar að. Það er þó sextán ára stúlka sem á skömmum tíma hefur hrint af stað fjöldahreyfingu barna, unglinga og ungs fólks um allan heim, þeirra sem erfa heiminn, sem krefjast aðgerða til að snúa af þeirri vegferð sem mannkynið er á. Það er hægt að hefja stríð og ljúka stíði en það sem við stöndum frammi fyrir núna og arfleiðum komandi kynslóðir að er annars eðlis og upp koma í hugann þessi spámannlegu orð sem féllu um miðjai nítjándu öldina.Veröldin á í erfiðleikum og æsing hennar eflist dag frá degi. Ásjónu hennar er snúið í átt til villu og vantrúar. Slíkt verður ástand hennar, að ekki er rétt og sæmilegt að veita vitneskju um það nú. Spilling hennar mun lengi viðhaldast. En þegar hin tiltekna stund er komin, þá mun það skyndilega koma í ljós, sem veldur skjálfta í limum mannkynsins.Það hefur varla verið hægt að orða þetta betur miðað við það sem við okkur blasir. En mannskepnan er ótrúleg í hroka sínum og sjálfbyrginghætti sem birtist manni í því að einstaklingar halda því fram, að því er virðist, í alvöru að skjóta eigi sendiboðann, sextán ára unglingsstúlkuna Gretu. H.C. Andersen var glöggur á mannlegt eðli og fyrir mér er Greta Thunberg raunverulegur persónugerfingur barnsins í sögunni um Nýju fötin keisarans. En í dag er heimurinn eitt þorp og keisararnir margir en Greta opinberar nekt þeirra allra.Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er til stöðu mannkynsins í dag blasir við tvíþættur vandi. Annars vegar loftslags- og umhverfisváin og hins vegar sú staðreynd að enn eru við lýði styrjaldir, borgarastyrjaldir grimmilegri og óhugnanlegri en áður hefur sést og hryllingsverkin oft og tíðum í beinni útsendingu. Á þessu virðist ekkert lát og nú virðist í uppsiglingu enn ein stríðsátökin, innrás inn í Sýrland, ákveðin af tveimur þjóðarleitogum án samráðs við þing sín og þjóðir. Átök sem munu að venju leiða til ómældra þjáninga og mannfalls almennra borgara meðal Kúrda. Í þessu sambandi vil ég benda á greinina „Veruleiki Kúrda“ á Vísir.is. Stríðsrekstur í heiminum er vissulega ógn við mannkynið eftir að stórveldin komu sér upp birgðum gereyðingarvopna sem dygðu til að tortíma mannkyninu mörgum sinnum. Blessunarlega hefur enginn leiðtogi þessara kjarnokuvelda látið verða af því að nýta þessar vopnabirgðir. Mannkynið á að baki ótölulegan fjölda borgarastyrjalda og tvær heimsstyrjaldir en hefur lifað þetta af með þeim hræðilegu þjáningum sem af þessu brjálæði leiddi. Þegar kemur að loftslags- og umhverfisvánni sem skyndilega birtist okkur svo alvarleg og að okkur óviðbúnum þá er kannski aðeins hluti mannkynsins sem viðurkennir hættuna sem steðjar að. Það er þó sextán ára stúlka sem á skömmum tíma hefur hrint af stað fjöldahreyfingu barna, unglinga og ungs fólks um allan heim, þeirra sem erfa heiminn, sem krefjast aðgerða til að snúa af þeirri vegferð sem mannkynið er á. Það er hægt að hefja stríð og ljúka stíði en það sem við stöndum frammi fyrir núna og arfleiðum komandi kynslóðir að er annars eðlis og upp koma í hugann þessi spámannlegu orð sem féllu um miðjai nítjándu öldina.Veröldin á í erfiðleikum og æsing hennar eflist dag frá degi. Ásjónu hennar er snúið í átt til villu og vantrúar. Slíkt verður ástand hennar, að ekki er rétt og sæmilegt að veita vitneskju um það nú. Spilling hennar mun lengi viðhaldast. En þegar hin tiltekna stund er komin, þá mun það skyndilega koma í ljós, sem veldur skjálfta í limum mannkynsins.Það hefur varla verið hægt að orða þetta betur miðað við það sem við okkur blasir. En mannskepnan er ótrúleg í hroka sínum og sjálfbyrginghætti sem birtist manni í því að einstaklingar halda því fram, að því er virðist, í alvöru að skjóta eigi sendiboðann, sextán ára unglingsstúlkuna Gretu. H.C. Andersen var glöggur á mannlegt eðli og fyrir mér er Greta Thunberg raunverulegur persónugerfingur barnsins í sögunni um Nýju fötin keisarans. En í dag er heimurinn eitt þorp og keisararnir margir en Greta opinberar nekt þeirra allra.Höfundur er lyfjafræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar