Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 13:12 Trump fékk Sondland (t.h.) til að sjá um samskipti við Úkraínu. Sondland er sendiherra gagnvart ESB sem Úkraína tilheyrir ekki. AP/Pablo Martinez Monsivais Ríkisstjórn Donalds Trump bannaði í dag sendiherra hennar gagnvart Evrópusambandinu að svara spurningum þingnefndar sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump í þrýstingsherferð hans gegn úkraínskum stjórnvöldum. Sendiherrann er talinn geta varpað ljósi á lykilaugnablik í samskiptum Trump við Úkraínu. Gordon D. Sondland, auðugur hótelrekandi og fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins sem varð sendiherra Bandaríkjastjórnar gagnvart Evrópusambandinu, átti að koma fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að bera vitni í rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í morgun. Lögmaður Sondland segir að utanríkisráðuneytið hafi bannað honum að bera vitni í dag, að sögn Washington Post. Demókratar, sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa ítrekað sagt að reyni Hvíta húsið að leggja stein í götu rannsóknarinnar jafngildi það því að það hindri framgang hennar, nokkuð sem gæti verið sérstök ástæða til að kæra Trump fyrir embættisbrot. „Sem sitjandi sendiherra við Evrópusambandið og starfsmaður utanríkisráðuneytisins verður Sondland sendiherra að fara að fyrirmælum utanríkisráðuneytisins,“ segir Robert Luskin, lögmaður hans. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ekkert hafi bent til þess að Sondland mætti ekki fyrir nefndin fyrr en á síðustu stundu. Honum skiljist að utanríkisráðuneytið haldi persónulegum snjalltækjum Sondland þar sem textaskilaboð hans eru geymd. Trump forseti sakaði demókrata um að standa fyrir sýndarréttarhöldum þegar hann tjáði sig um að Sondland fengi ekki að bera vitni í tísti. Þar sagði forsetinn jafnframt ranglega að Sondland hefði tíst skilaboðum sem hann sendi öðrum bandarískum erindrekum í einkaskilaboðum. Þau skilaboð voru lögð fram sem gögn í rannsókninni í síðustu viku.I would love to send Ambassador Sondland, a really good man and great American, to testify, but unfortunately he would be testifying before a totally compromised kangaroo court, where Republican's rights have been taken away, and true facts are not allowed out for the public....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2019 Tók við samskiptum við Úkraínu fyrir Trump Sondland kemur mikið við sögu í tilraunum stjórnar Trump til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera honum pólitískan greiða með því að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Þrátt fyrir að Úkraína sé ekki í Evrópusambandinu fól Trump Sondland persónulega að sjá um samskipti ríkisstjórnarinnar og Austur-Evrópulandsins. Þannig átti Sondland í beinum samskiptum við Trump fyrir og eftir símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump þrýsti ítrekað á rannsókn á Biden og stoðlausri samsæriskenningu um að Úkraínumenn, ekki Rússar, hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Kurt Volker, fyrrverandi sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Austur-Úkraínu, bar vitni fyrir þingnefnd á bak við luktar dyr í síðustu viku og lagði meðal annars fram textaskilaboð sem fóru á milli hans, Sondland og Bill Taylor, hæst setta erindreka bandaríska sendiráðsins í Úkraínu eftir að Trump rak Marie Yovankovitch, sendiherra í vor, og Andrei Jermak, náins ráðgjafa Zelenskíj.Andrei Jermak, ráðgjafi Zelenskíj Úkraínuforseta, ræddi við erindreka Trump um rannsókn á Biden í skiptum fyrir fund með Trump forseta.Vísir/EPARæddu um að fá Úkraínumenn til að hefja rannsókn í skiptum fyrir fund með TrumpÍ skilaboðunum sést meðal annars að Bandaríkjamennirnir töldu að Zelenskíj þyrfti að lofa Trump rannsókn á Biden til að tryggja sér fund með bandaríska forsetanum. Úkraína er um margt háð stuðningi Bandaríkjanna í átökum landsins við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austurhluta landsins. Eftir að fréttir bárust af því að Hvíta húsið hefði stöðvað hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu án skýringa í júlí lýsti Taylor áhyggjum í skilaboðunum af því að ríkisstjórnin setti það sem skilyrði fyrir aðstoðinni og fundi með Trump forseta að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu Biden. Sondland svaraði því ekki efnislega heldur sagði Taylor að hringja í sig. Taylor virðist hafa haft áhyggjur af þróun mála í samskiptum Trump-stjórnarinnar og Úkraínu. Í skilaboðunum lýsti hann áhyggjum af því ef stjórnvöld í Kænugarði lýstu því yfir að þau rannsökuðu Biden en fengju samt ekki hernaðaraðstoðina. „Rússarnir elska það. (Og ég hætti.)“ skrifaði Taylor til Sondland og Volker. Í september orðaði Taylor áhyggjur sínar enn skýrar. „Eins og ég sagði í símann finnst mér það sturlað að halda aftur öryggisaðstoð í skiptum fyrir hjálp við stjórnmálaframboð,“ skrifaði Taylor. Sondland var þá fljótur að stöðva umræðurnar sem fóru fram í gegnum samskiptaforriti Whatsapp. „Bill, ég held að þú hafi rangt fyrir þér um fyrirætlanir Trump forseta. Forsetinn hefur haft það á kristaltæru að það sé ekkert endurgjald af neinu tagi. Forsetinn er að reyna að meta hvort að Úkraína ætli í reynd að taka upp gegnsæi og umbætur sem Zelenskíj forseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Ég legg til að við hættum þessum orðaskiptum með textaskilaboðum,“ skrifaði Sondland. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta er hafin af fullum þunga. 4. október 2019 23:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump bannaði í dag sendiherra hennar gagnvart Evrópusambandinu að svara spurningum þingnefndar sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump í þrýstingsherferð hans gegn úkraínskum stjórnvöldum. Sendiherrann er talinn geta varpað ljósi á lykilaugnablik í samskiptum Trump við Úkraínu. Gordon D. Sondland, auðugur hótelrekandi og fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins sem varð sendiherra Bandaríkjastjórnar gagnvart Evrópusambandinu, átti að koma fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að bera vitni í rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í morgun. Lögmaður Sondland segir að utanríkisráðuneytið hafi bannað honum að bera vitni í dag, að sögn Washington Post. Demókratar, sem fara með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa ítrekað sagt að reyni Hvíta húsið að leggja stein í götu rannsóknarinnar jafngildi það því að það hindri framgang hennar, nokkuð sem gæti verið sérstök ástæða til að kæra Trump fyrir embættisbrot. „Sem sitjandi sendiherra við Evrópusambandið og starfsmaður utanríkisráðuneytisins verður Sondland sendiherra að fara að fyrirmælum utanríkisráðuneytisins,“ segir Robert Luskin, lögmaður hans. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ekkert hafi bent til þess að Sondland mætti ekki fyrir nefndin fyrr en á síðustu stundu. Honum skiljist að utanríkisráðuneytið haldi persónulegum snjalltækjum Sondland þar sem textaskilaboð hans eru geymd. Trump forseti sakaði demókrata um að standa fyrir sýndarréttarhöldum þegar hann tjáði sig um að Sondland fengi ekki að bera vitni í tísti. Þar sagði forsetinn jafnframt ranglega að Sondland hefði tíst skilaboðum sem hann sendi öðrum bandarískum erindrekum í einkaskilaboðum. Þau skilaboð voru lögð fram sem gögn í rannsókninni í síðustu viku.I would love to send Ambassador Sondland, a really good man and great American, to testify, but unfortunately he would be testifying before a totally compromised kangaroo court, where Republican's rights have been taken away, and true facts are not allowed out for the public....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2019 Tók við samskiptum við Úkraínu fyrir Trump Sondland kemur mikið við sögu í tilraunum stjórnar Trump til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera honum pólitískan greiða með því að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og líklegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Þrátt fyrir að Úkraína sé ekki í Evrópusambandinu fól Trump Sondland persónulega að sjá um samskipti ríkisstjórnarinnar og Austur-Evrópulandsins. Þannig átti Sondland í beinum samskiptum við Trump fyrir og eftir símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump þrýsti ítrekað á rannsókn á Biden og stoðlausri samsæriskenningu um að Úkraínumenn, ekki Rússar, hafi haft afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Kurt Volker, fyrrverandi sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna átakanna í Austur-Úkraínu, bar vitni fyrir þingnefnd á bak við luktar dyr í síðustu viku og lagði meðal annars fram textaskilaboð sem fóru á milli hans, Sondland og Bill Taylor, hæst setta erindreka bandaríska sendiráðsins í Úkraínu eftir að Trump rak Marie Yovankovitch, sendiherra í vor, og Andrei Jermak, náins ráðgjafa Zelenskíj.Andrei Jermak, ráðgjafi Zelenskíj Úkraínuforseta, ræddi við erindreka Trump um rannsókn á Biden í skiptum fyrir fund með Trump forseta.Vísir/EPARæddu um að fá Úkraínumenn til að hefja rannsókn í skiptum fyrir fund með TrumpÍ skilaboðunum sést meðal annars að Bandaríkjamennirnir töldu að Zelenskíj þyrfti að lofa Trump rannsókn á Biden til að tryggja sér fund með bandaríska forsetanum. Úkraína er um margt háð stuðningi Bandaríkjanna í átökum landsins við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum í austurhluta landsins. Eftir að fréttir bárust af því að Hvíta húsið hefði stöðvað hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu án skýringa í júlí lýsti Taylor áhyggjum í skilaboðunum af því að ríkisstjórnin setti það sem skilyrði fyrir aðstoðinni og fundi með Trump forseta að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu Biden. Sondland svaraði því ekki efnislega heldur sagði Taylor að hringja í sig. Taylor virðist hafa haft áhyggjur af þróun mála í samskiptum Trump-stjórnarinnar og Úkraínu. Í skilaboðunum lýsti hann áhyggjum af því ef stjórnvöld í Kænugarði lýstu því yfir að þau rannsökuðu Biden en fengju samt ekki hernaðaraðstoðina. „Rússarnir elska það. (Og ég hætti.)“ skrifaði Taylor til Sondland og Volker. Í september orðaði Taylor áhyggjur sínar enn skýrar. „Eins og ég sagði í símann finnst mér það sturlað að halda aftur öryggisaðstoð í skiptum fyrir hjálp við stjórnmálaframboð,“ skrifaði Taylor. Sondland var þá fljótur að stöðva umræðurnar sem fóru fram í gegnum samskiptaforriti Whatsapp. „Bill, ég held að þú hafi rangt fyrir þér um fyrirætlanir Trump forseta. Forsetinn hefur haft það á kristaltæru að það sé ekkert endurgjald af neinu tagi. Forsetinn er að reyna að meta hvort að Úkraína ætli í reynd að taka upp gegnsæi og umbætur sem Zelenskíj forseti lofaði í kosningabaráttu sinni. Ég legg til að við hættum þessum orðaskiptum með textaskilaboðum,“ skrifaði Sondland.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58 Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45 Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30 Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta er hafin af fullum þunga. 4. október 2019 23:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Otuðu sínum tota á meðan Trump sakaði Biden um spillingu Bandarískir athafnamenn notfærðu sér tengsl við Trump forseta og lögmann hans til að reyna að koma ár sinni fyrir borð hjá stóru úkraínsku orkufyrirtæki. 8. október 2019 11:58
Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði eftir því í dag að yfirvöld Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn, og son hans, Hunter Biden. 3. október 2019 15:45
Úkraínumenn ætla að rannsaka son Biden Í ljós hefur komið að starfsmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna þrýstu á Úkraínu til að hefja slíka rannsókn gegn því að Volodymir Zelensky, nýr forseti Úkraínu, fengi fund með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 4. október 2019 10:30
Krefja Pence varaforseta um gögn vegna þrýstings á Úkraínu Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta er hafin af fullum þunga. 4. október 2019 23:47