Telja tröllaukna sprengingu hafa skekið Vetrarbrautina Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 15:41 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku. Geimurinn Vísindi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Gríðarleg sprenging í miðju Vetrarbrautarinnar okkar fyrir um þremur og hálfri milljón ára hafði áhrif í allt að 200.000 ljósára fjarlægð. Stjarnfræðingar sem segjast hafa fundið vísbendingar um sprenginguna telja að hún geti breytt hugmyndum manna um þróun Vetrarbrautarinnar. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að Vetrarbrautin okkar sé tiltölulega óvirk. Sprengingin bendi til þess að hún sé virkari en áður var talið. Fyrir vikið gæti þurft að túlka hvernig hún hefur þróast upp á nýtt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessar niðurstöður gjörbreyta skilningi okkar á Vetrarbrautinni,“ segir Magda Guglielmo frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu, annar höfunda greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal. Aðstandendur rannsóknarinnar segja henni ekki lokið en að allt bendi til þess að sprengingin hafi átt sér stað. Eina skýringin sem vísindamennirnir telja geta verið fyrir sprengingu af þessari stærðargráðu er kjarnavirkni í risasvartholinu Sagittarius A* í miðju Vetrarbrautarinnar. Massi þess jafnast á við fjórar milljónir sólna. Sprengingin er talin hafa myndað tvo ógurlega stróka jónunar sem gengu í gegnum Vetrarbrautina og skildu eftir sig ummerki í dvergvetrarbrautunum Litla- og Stóra-Magellanskýinu í um 200.000 ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni. Geislunarblossinn gæti hafa varað í allt að 300.000 ár. Líkja stjarnfræðingar, sem notuðu Hubble-geimsjónaukann við rannsókn sína, strókunum við vita í myrkri geimsins. „Blossinn hlýtur að hafa verið eins og geisli vita. Ímyndaðu þér myrkrið og svo kveikir einhver á vitaljósi í smástund,“ segir Joss Bland-Hawthorn, prófessor við Háskólann í Sydney, sem leiddi rannsóknina. Þrátt fyrir að þrjár og hálf milljón ára séu líklega frá sprengingunni er það afar nýlega á stjarnfræðilegan og jarðsögulegan mælikvarða. Til samanburðar er talið að risaeðlurnar hafi orðið útdauðar fyrir um 65 milljónum ára. Á þeim tíma sem sprengingin varð voru forfeður mannkynsins þegar komnir á kreik í Afríku.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira