Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El Chapo Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 10:07 Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. EPA/LUIS GERARDO MAGANA Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum. Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum.
Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25