Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2019 18:30 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. „Í dag hafa Bandaríkin og Tyrkland sammælst um vopnahlé í Sýrlandi. Tyrkir munu gera hlé á aðgerðum sínum til þess að gefa Kúrdum svæði á því að yfirgefa hið örugga svæði,“ sagði varaforsetinn Mike Pence stuttu fyrir klukkan sex en hann kom til Tyrklands í morgun ásamt Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Þvinganir og harðjaxlabréf Fundurinn með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta var haldinn í skugga nýsamþykktra viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Tyrkjum auk þess að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrásinni, eftir símtal Erdogans og Trumps. Önnur samskipti forsetanna tveggja hafa þó verið til umræðu í dag. Bandaríska forsetaembættið staðfesti að bréf Trumps til Erdogans, sem birt var á Twitter, væri ósvikið en þar varaði hann Tyrkjann við því að haga sér eins og harðjaxl. Annars myndu Bandaríkin gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið og Erdogan yrði skráður í sögubækurnar sem djöfull. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt. „Í dag hafa Bandaríkin og Tyrkland sammælst um vopnahlé í Sýrlandi. Tyrkir munu gera hlé á aðgerðum sínum til þess að gefa Kúrdum svæði á því að yfirgefa hið örugga svæði,“ sagði varaforsetinn Mike Pence stuttu fyrir klukkan sex en hann kom til Tyrklands í morgun ásamt Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Þvinganir og harðjaxlabréf Fundurinn með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta var haldinn í skugga nýsamþykktra viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Tyrkjum auk þess að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrásinni, eftir símtal Erdogans og Trumps. Önnur samskipti forsetanna tveggja hafa þó verið til umræðu í dag. Bandaríska forsetaembættið staðfesti að bréf Trumps til Erdogans, sem birt var á Twitter, væri ósvikið en þar varaði hann Tyrkjann við því að haga sér eins og harðjaxl. Annars myndu Bandaríkin gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið og Erdogan yrði skráður í sögubækurnar sem djöfull.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14 Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14
Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. 17. október 2019 08:00